Erlent

Lést eftir að hafa sniffað kveikjaragas

Tvítugur karlmaður sem sást sniffa í lestinni frá Fjóni í Danmörku lést síðdegis í dag á lestarstöðinni í Óðinsvéum.

Farþegar í lestinni sáu manninn sniffa kveikjaragas í lestinni sem fór frá Svendborg til Óðinsvéum en hann fékk svo skyndilega mikla verki. Lestaráhöfnin lagði manninn niður og kallaði á sjúkrabíl en hann var látinn áður en sjúkraflutningamenn náðu á staðinn, eftir því sem lögregluvarðstjóri á Fjóni sagði í samtali við DR, danska ríkisútvarpið.

Það vildi svo óheppilega til að eftir að maðurinn lést hringdi GSM síminn hans og starfsmaður svaraði. Það var grunlaus ættingi sem hringdi og fékk þær skelfilegu fréttir í símann að maðurinn væri látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×