Innlent

Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðum

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Þjóðarsamstaða gegn fjöldamorðunum á Gaza er yfirskrift mótmælafundar sem hófst í Háskólabíói klukkan þrjú. Fjölmörg félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök gangast fyrir fundinn.

Ræður flytja þær Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, stjórnmálafræðingur, Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherrra, flytur ávarp auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×