Innlent

Lögreglumaður fékk glas í höfuðið

Lögreglumaður sem var við störf fyrir utan 800 Bar á Selfossi fékk glas í höfuðið um klukkan þrjú í nótt. Að sögn lögreglu var árásin með öllu tilefnislaus en það var stúlka sem henti glasinu í lögreglumanninn. Hlaut hann kúlu á höfði og mar en stúlkan sefur nú úr sér í fangageymslum. Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvunarakstur og ein bílvelta varð í bænum.

Ökumaður þeirrar bifreiðar virðist hafa verið að leika sér að spóla í hringi þegar bíllinn valt í Langholtinu en enginn slasaðist í veltunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir nóttina hafa verið nokkuð rólega þó töluvert hafi verið af fólki í miðbæ Reykjavíkur. Sex voru þó teknir grunaðir um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×