Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 10:58 Mynd/Arnþór Birkisson „Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi." Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira
„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi."
Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira
Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25