Slökkviliðsstjóri: Ökuníðingnum var ekkert heilagt Magnús Már Guðmundsson skrifar 22. júní 2009 10:58 Mynd/Arnþór Birkisson „Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi." Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Menn upplifðu hér á bílaplaninu að það væri í rauninni ekkert heilagt hjá honum. Það er þess vegna sem við brugðust við á þennan máta," segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, um manninn sem gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. Sjúkrabifreið var ekið á jeppabifreið mannsins til að reyna að stöðva för hans. Ökuníðingurinn, sem er hálffertugur karlmaður, reyndi að keyra í gegnum útkeyrsludyr slökkviliðsins sem snúa í norður. Lögreglumenn sem komu aðvífandi áttu fótum sínum fjör að launa þegar maðurinn keyrði á bifreið þeirra. Þá hófst eftirför sem lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu rétt fyrir klukkan níu. Áður hafði maðurinn haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og hótað að myrða lögreglumenn sem yrðu á vegi hans.Óttuðust að hinn almenni borgari væri í hættu Jón Viðar segir að sínir menn hafi óttast að illa myndi fara og því hafi sjúkrabifreið tekið þátt í eftirförinni og reynt að stöðva manninn. „Eftir að við sáum að hann var búinn að keyra niður lögreglubifreið á planinu hjá okkur vorum við hræddir um að hann færi að keyra á hvern sem er og að hinn almenni borgari væri í hættu." Maðurinn var handtekinn á planinu fyrir aftan lögreglustöðina við Hverfisgötu.Mynd/Arnþór Birkisson Afstýrðu frekari hörmungum Aðspurður segir Jón Viðar að slökkviliðsmenn hafi þjálfun í forgangsakstri en ekki í að veita eftirför. „Við höfum ekki sérmenntun í að veita einum né neinum eftirför. Menn voru náttúrulega að grípa til þess neyðarréttar sem menn hafa til að koma í veg fyrir frekari hörmungar. Það hefði verið skelfilegt ef að við hefðum ekki gert neitt og hann hefði keyrt á einhverja bíla án þess að við hefðum brugðist við," segir slökkviliðsstjórinn.Unnið að viðgerðum Jón Viðar segir unnið sé að viðgerðum á hurðum slökkvistöðvarinnar í norðurátt en tvær hurðir snúi í suður. „Við gátum nýtt þær til að flytja bíla út þannig að viðbragðsstyrkur okkar var í góðu lagi."
Tengdar fréttir Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03 Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ökuníðingur yfirheyrður í dag - myndband Maður á stórum jeppa gekk berserksgang á götum Reykjavíkur í gærkvöldi og ók hann meðal annars á dyr slökkvistöðvarinnar í Skógarhlíð. 22. júní 2009 07:03
Keyrði á lögreglubíl og slökkiviliðsstöðina í Skógarhlíð Eltingarleik lögreglu við mann á svörtum Cherokee jeppa lauk við planið fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu fyrir um 40 mínútum síðan. Hann hafði þá stórskemmt lögreglubíl sem hann keyrði á, auk þess sem hann hafði gert tilraun til að keyra inn í samskiptamiðstöð lögreglunnar við Skógarhlíð 16. 21. júní 2009 21:25