Enski boltinn

Ívar verður frá í minnst tvo mánuði

Ívar Ingimarsson hefur gengist undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði. Þetta er haft eftir stjóra hans Steve Coppell í staðarblöðum á Englandi.

"Ívar er búinn að fara í aðgerð og verður frá í nokkurn tíma. Við vitum ekki hve lengi hann verður frá keppni en aðgerðin var ekki stór og við eigum ekki von á því að hér sé um alvarlegt vandamál að ræða," sagði Coppell.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×