Þetta er mannréttindabrot 16. september 2009 03:30 Vigdís Hauksdóttir „Að láta dæmda brotamenn bíða eftir að geta afplánað refsingu svo árum skiptir, er ekkert annað en mannréttindabrot." Þetta segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, fulltrúi framsóknarmanna í allsherjarnefnd Alþingis. Hún hefur farið fram á fund í nefndinni vegna stöðunnar í fangelsismálum. Formaður nefndarinnar hefur ákveðið að verða við beiðninni og mun fundurinn verða haldinn síðar í vikunni. Þangað verða kvaddir fulltrúar frá Fangelsismálastofnun og fangelsunum sjálfum. „Ég vænti þess að við getum farið yfir stöðuna með fulltrúum fangelsismála og fengið mynd af því hver staðan nákvæmlega er," segir Vigdís. Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af því að ekki finnist húsnæði sem hægt sé að leigja undir fangapláss. Hún hafi frekar áhyggjur af því að fá starfsmenn í það viðbótarhúsnæði fyrir fangelsin. Einhvern veginn verði að finna úrræði til að stytta biðlistann því þegar menn hafi hlotið dóm verði þeir að fá að afplána hann sem fyrst. Aðstæður manna geti breyst til betri vegar frá því að þeir voru dæmdir. Þá sé þeim allt í einu kippt út úr daglega lífinu til að taka út gamlan dóm. „Þessi mál eru komin í algjört óefni og fjármagn bráðvantar til fangelsismála," segir Vigdís. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Að láta dæmda brotamenn bíða eftir að geta afplánað refsingu svo árum skiptir, er ekkert annað en mannréttindabrot." Þetta segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, fulltrúi framsóknarmanna í allsherjarnefnd Alþingis. Hún hefur farið fram á fund í nefndinni vegna stöðunnar í fangelsismálum. Formaður nefndarinnar hefur ákveðið að verða við beiðninni og mun fundurinn verða haldinn síðar í vikunni. Þangað verða kvaddir fulltrúar frá Fangelsismálastofnun og fangelsunum sjálfum. „Ég vænti þess að við getum farið yfir stöðuna með fulltrúum fangelsismála og fengið mynd af því hver staðan nákvæmlega er," segir Vigdís. Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af því að ekki finnist húsnæði sem hægt sé að leigja undir fangapláss. Hún hafi frekar áhyggjur af því að fá starfsmenn í það viðbótarhúsnæði fyrir fangelsin. Einhvern veginn verði að finna úrræði til að stytta biðlistann því þegar menn hafi hlotið dóm verði þeir að fá að afplána hann sem fyrst. Aðstæður manna geti breyst til betri vegar frá því að þeir voru dæmdir. Þá sé þeim allt í einu kippt út úr daglega lífinu til að taka út gamlan dóm. „Þessi mál eru komin í algjört óefni og fjármagn bráðvantar til fangelsismála," segir Vigdís.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira