Bankahrunið bjargaði íslenskum flugdólgi 25. mars 2009 10:59 Maðurinn var um borð í vél Iceland Express. Íslenskur flugdólgur sem hótaði að sprengja upp flugvél í Skotlandi á síðasta ári hefur komist undan lögsókn. Íslendingurinn sem er karlmaður um þrítugt átti að mæta fyrir rétt í Skotlandi vegna hótana sem hann hafði um að sprengja upp flugvél Iceland Express sem kom frá Barcelona í mars á síðasta ári, en millilenti í Glasgow. Málið var hinsvegar látið niður falla sökum fyrningarreglna. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta að sprengja flugvélina í loft upp þegar hún tók bensín á Prestwick flugvelli í Glasgow á síðata ári. Maðurinn var handtekinn við lendingu og settur í fangelsi í nokkra daga. Hann átti að mæta fyrir dóm þann 12. janúar síðast liðinn en þar sem hann var staddur í Reykjavík var fyrirtöku málsins frestað. Nú er liðið meira en ár síðan hann mætti fyrst fyrir dómara vegna málsins og því er ekki hægt að lögsækja hann. Óhrein flugvél Heiðars snyrtis Það er skoska blaðið ayradvertiser sem sagði frá málinu í gær. Þar segir að ef réttarhöldin hefðu farið fram hefði dómari heyrt vitnisburð Heiðars Jónssonar yfirmanns áhafnar vélarinnar og stúlku sem sat fyrir aftan manninn í vélinni. Blaðið vitnar síðan í lögregluskýrslu sem Heiðar gaf lögreglu í Skotlandi. Þar segir hann meðal annars að maðurinn hafi verið dónalegur gagnvart sér og áhöfn vélarinnar á meðan vélin var á flugi. Hafi hann meðal annars kvartað undan því að vélin væri óhrein. „Eftir um 40 mínútna flug tilkynnti flugstjórinn að millilent yrði á Prestwick flugvelli til þess að taka bensín. Ég þýddi þessi skilaboð yfir á íslensku í kallkerfi vélarinnar. Stuttu síðar er ég að ganga eftir gangi vélarinnar þar sem umræddur maður hafði hækkað rödd sína vegna þess að ég hafði bannað honum að hringja um borð í vélinni. Hann steytti þá hnefa og þegar ég sagði að hann gæti hringt þegar við værum lent á Prestwick sagði hann: „Ef ég verð ekki búinn að sprengja helvítis vélina í loft upp." Slæm fjárhagsstaða Lynne Jeffery lögmaður mannsins segir að hún hafi kynnt fyrir réttinum yfirlýsingar frá tveimur lykilvitnum í málinu sem hún hafi fengið frá íslenskum lögmanni. „Ég upplýsti einnig réttinn um fjárhagsstöðu mannsins og hversu erfitt hann ætti með að koma fyrir rétt, sérstaklega vegna þess að nú væri hætt að fljúga beint til Skotlands og hversu kostnaðarsamt það væri orðið að ferðast til Skotlands í kjölfar bankahrunsins." Sjá einnig:Íslenskur flugdólgur handtekinn í Skotlandi Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Íslenskur flugdólgur sem hótaði að sprengja upp flugvél í Skotlandi á síðasta ári hefur komist undan lögsókn. Íslendingurinn sem er karlmaður um þrítugt átti að mæta fyrir rétt í Skotlandi vegna hótana sem hann hafði um að sprengja upp flugvél Iceland Express sem kom frá Barcelona í mars á síðasta ári, en millilenti í Glasgow. Málið var hinsvegar látið niður falla sökum fyrningarreglna. Maðurinn var ákærður fyrir að hóta að sprengja flugvélina í loft upp þegar hún tók bensín á Prestwick flugvelli í Glasgow á síðata ári. Maðurinn var handtekinn við lendingu og settur í fangelsi í nokkra daga. Hann átti að mæta fyrir dóm þann 12. janúar síðast liðinn en þar sem hann var staddur í Reykjavík var fyrirtöku málsins frestað. Nú er liðið meira en ár síðan hann mætti fyrst fyrir dómara vegna málsins og því er ekki hægt að lögsækja hann. Óhrein flugvél Heiðars snyrtis Það er skoska blaðið ayradvertiser sem sagði frá málinu í gær. Þar segir að ef réttarhöldin hefðu farið fram hefði dómari heyrt vitnisburð Heiðars Jónssonar yfirmanns áhafnar vélarinnar og stúlku sem sat fyrir aftan manninn í vélinni. Blaðið vitnar síðan í lögregluskýrslu sem Heiðar gaf lögreglu í Skotlandi. Þar segir hann meðal annars að maðurinn hafi verið dónalegur gagnvart sér og áhöfn vélarinnar á meðan vélin var á flugi. Hafi hann meðal annars kvartað undan því að vélin væri óhrein. „Eftir um 40 mínútna flug tilkynnti flugstjórinn að millilent yrði á Prestwick flugvelli til þess að taka bensín. Ég þýddi þessi skilaboð yfir á íslensku í kallkerfi vélarinnar. Stuttu síðar er ég að ganga eftir gangi vélarinnar þar sem umræddur maður hafði hækkað rödd sína vegna þess að ég hafði bannað honum að hringja um borð í vélinni. Hann steytti þá hnefa og þegar ég sagði að hann gæti hringt þegar við værum lent á Prestwick sagði hann: „Ef ég verð ekki búinn að sprengja helvítis vélina í loft upp." Slæm fjárhagsstaða Lynne Jeffery lögmaður mannsins segir að hún hafi kynnt fyrir réttinum yfirlýsingar frá tveimur lykilvitnum í málinu sem hún hafi fengið frá íslenskum lögmanni. „Ég upplýsti einnig réttinn um fjárhagsstöðu mannsins og hversu erfitt hann ætti með að koma fyrir rétt, sérstaklega vegna þess að nú væri hætt að fljúga beint til Skotlands og hversu kostnaðarsamt það væri orðið að ferðast til Skotlands í kjölfar bankahrunsins." Sjá einnig:Íslenskur flugdólgur handtekinn í Skotlandi
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira