Innlent

Þorgerður Katrín: ESB er tilfinningamál

„Tilfinningarnar munu skipta okkur máli ef farið verði út í aðildarviðræður. Þetta er tilfinningamál og við verðum að hlusta á tilfinningarök," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins á þingi nú fyrir stundu.

Hún er hlynnt tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu og segir að það eitt að fara út í aðildarviðræður þá sé þjóðin að gefa í skyn að hún sé reiðubúin að afsala sér fullveldinu. Um slíkt þurfi þjóðin fá að kjósa tvisvar að mati Þorgerðar.

Hún segir ríkisstjórnina þjösnast áfram með ESB málið og líkir því við að hún kasti ítrekað handsprengjum inn á þing. Slík eru áhrifin að hennar mati.

Enn eru ellefu þingmenn á mælendaskrá en næstur er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Atkvæðagreiðsla fer ekki fram fyrr en á morgun en vonir standa til um að hún geti farið fram á hádegi.


Tengdar fréttir

Rætt um ESB til miðnættis

Fimmtán alþingismenn voru enn á mælendaskrá þegar hlé var gert um miðnætti á umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Segja Borgarahreyfinguna hafa óbreytta afstöðu til ESB

Borgarahreyfingin er enn þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum, líkt og stefna hreyfingarinnar var í aðdraganda kosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem framkvæmdastjóri hreyfingarinnar sendi fjölmiðlum í morgun.

Tvísýnt um ESB atkvæðagreiðsluna

Atkvæðagreiðslan um tillögu ríkisstjórnarinnar að ESB verður tvísýn, að mati Skúla Helgasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Skúli vonast til að málinu ljúki í þinginu í dag. „Þetta er eitthvað það besta sem við getum gert til að gefa þjóðinni einhverja framtíðarsýn. Ég hef ennþá það mikla trú á kollegum mínum hér í þinginu að ég vona að menn hafi hagsmuni heildarinnar í huga þegar þeir greiða atkvæði," segir Skúli sem býst við viðburðarríkum degi í þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×