Innlent

Rætt um ESB til miðnættis

Fimmtán alþingismenn voru enn á mælendaskrá þegar hlé var gert um miðnætti á umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hins vegar hefur náðst samkomulag um að ljúka umræðu um tillöguna í dag og greiða atkvæði um hana síðdegis. Fyrst verða greidd atkvæði um breytingatillögur og síðan um tillögu ríkisstjórnarinnar. Samfylkingin leggur mikið kapp á að að senda inn aðildarumsókn á utanríkisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn verður 27. júlí, eða eftir tólf daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×