Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 15. júlí 2009 15:02 Maðurinn þurfti ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Mynd/ Vilhelm „Þetta var bara eins og hver önnur flensa," segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Nokkrir dagar eru síðan maðurinn greindist. Hann segir að fyrstu einkenni hafi verið eins og um venjulega flensu væri að ræða. „Þetta voru hiti, kvef og hálsbólga. Af því að ég var búinn að vera úti og svona mikið búið að fjalla um þessa flensu ákvað ég að láta kíkja á mig," segir maðurinn sem fékk þá þau svör að hann væri smitaður af Svínaflensunni alræmdu, H1N1. Hann segist aldrei hafa óttast um líf sitt vegna flensunnar. „Nei ég gerði það nú ekki. Ég fékk strax tamiflu og þetta hafa kannski verið tveir dagar sem ég var veikur. Síðan þá hef ég bara verið slappur." Þeim sem smitast af svínaflensu er ráðlagt að halda sig innandyra í viku eftir að fyrstu einkenni koma fram en eftir það er talið að fólk sé hætt að smita. Maðurinn segir erfiðast að hafa þurft að vera inni í því blíðskaparveðri sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. „Það er miklu erfiðara að hanga inni en að vera veikur. Ég hef rétt getað kíkt út á pall öðru hvoru." Hann þurfti þó ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Maðurinn kýs að koma ekki fram undir nafni af ótta við að móðursýki grípi um sig í hverfinu sem hann býr, enda vilja fæstir grípa flensuna. Hann segist þó sáttur við að hafa fengið hana núna frekar en seinna þegar hún er jafnvel búin að stökkbreyta sér. „Nú er ég kominn með bóluefni að mér skilst, svo það er fínt að vera búinn að klára þetta." Tengdar fréttir Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38 Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13 Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Þetta var bara eins og hver önnur flensa," segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Nokkrir dagar eru síðan maðurinn greindist. Hann segir að fyrstu einkenni hafi verið eins og um venjulega flensu væri að ræða. „Þetta voru hiti, kvef og hálsbólga. Af því að ég var búinn að vera úti og svona mikið búið að fjalla um þessa flensu ákvað ég að láta kíkja á mig," segir maðurinn sem fékk þá þau svör að hann væri smitaður af Svínaflensunni alræmdu, H1N1. Hann segist aldrei hafa óttast um líf sitt vegna flensunnar. „Nei ég gerði það nú ekki. Ég fékk strax tamiflu og þetta hafa kannski verið tveir dagar sem ég var veikur. Síðan þá hef ég bara verið slappur." Þeim sem smitast af svínaflensu er ráðlagt að halda sig innandyra í viku eftir að fyrstu einkenni koma fram en eftir það er talið að fólk sé hætt að smita. Maðurinn segir erfiðast að hafa þurft að vera inni í því blíðskaparveðri sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. „Það er miklu erfiðara að hanga inni en að vera veikur. Ég hef rétt getað kíkt út á pall öðru hvoru." Hann þurfti þó ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Maðurinn kýs að koma ekki fram undir nafni af ótta við að móðursýki grípi um sig í hverfinu sem hann býr, enda vilja fæstir grípa flensuna. Hann segist þó sáttur við að hafa fengið hana núna frekar en seinna þegar hún er jafnvel búin að stökkbreyta sér. „Nú er ég kominn með bóluefni að mér skilst, svo það er fínt að vera búinn að klára þetta."
Tengdar fréttir Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38 Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13 Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49
Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58
Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38
Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13
Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04