Fórnarlamb svínaflensu: „Eins og hver önnur flensa“ Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 15. júlí 2009 15:02 Maðurinn þurfti ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Mynd/ Vilhelm „Þetta var bara eins og hver önnur flensa," segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Nokkrir dagar eru síðan maðurinn greindist. Hann segir að fyrstu einkenni hafi verið eins og um venjulega flensu væri að ræða. „Þetta voru hiti, kvef og hálsbólga. Af því að ég var búinn að vera úti og svona mikið búið að fjalla um þessa flensu ákvað ég að láta kíkja á mig," segir maðurinn sem fékk þá þau svör að hann væri smitaður af Svínaflensunni alræmdu, H1N1. Hann segist aldrei hafa óttast um líf sitt vegna flensunnar. „Nei ég gerði það nú ekki. Ég fékk strax tamiflu og þetta hafa kannski verið tveir dagar sem ég var veikur. Síðan þá hef ég bara verið slappur." Þeim sem smitast af svínaflensu er ráðlagt að halda sig innandyra í viku eftir að fyrstu einkenni koma fram en eftir það er talið að fólk sé hætt að smita. Maðurinn segir erfiðast að hafa þurft að vera inni í því blíðskaparveðri sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. „Það er miklu erfiðara að hanga inni en að vera veikur. Ég hef rétt getað kíkt út á pall öðru hvoru." Hann þurfti þó ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Maðurinn kýs að koma ekki fram undir nafni af ótta við að móðursýki grípi um sig í hverfinu sem hann býr, enda vilja fæstir grípa flensuna. Hann segist þó sáttur við að hafa fengið hana núna frekar en seinna þegar hún er jafnvel búin að stökkbreyta sér. „Nú er ég kominn með bóluefni að mér skilst, svo það er fínt að vera búinn að klára þetta." Tengdar fréttir Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38 Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13 Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Þetta var bara eins og hver önnur flensa," segir tvítugur karlmaður sem situr nú heima í sóttkví, smitaður af svínaflensu. Maðurinn er nýkominn frá Ástralíu þar sem hann dvaldi í sex vikur ásamt fjölskyldu sinni. Kærasta mannsins smitaðist einnig af flensunni en aðrir fjölskyldumeðlimir virðast hafa sloppið. Nokkrir dagar eru síðan maðurinn greindist. Hann segir að fyrstu einkenni hafi verið eins og um venjulega flensu væri að ræða. „Þetta voru hiti, kvef og hálsbólga. Af því að ég var búinn að vera úti og svona mikið búið að fjalla um þessa flensu ákvað ég að láta kíkja á mig," segir maðurinn sem fékk þá þau svör að hann væri smitaður af Svínaflensunni alræmdu, H1N1. Hann segist aldrei hafa óttast um líf sitt vegna flensunnar. „Nei ég gerði það nú ekki. Ég fékk strax tamiflu og þetta hafa kannski verið tveir dagar sem ég var veikur. Síðan þá hef ég bara verið slappur." Þeim sem smitast af svínaflensu er ráðlagt að halda sig innandyra í viku eftir að fyrstu einkenni koma fram en eftir það er talið að fólk sé hætt að smita. Maðurinn segir erfiðast að hafa þurft að vera inni í því blíðskaparveðri sem hefur verið hér á landi undanfarna daga. „Það er miklu erfiðara að hanga inni en að vera veikur. Ég hef rétt getað kíkt út á pall öðru hvoru." Hann þurfti þó ekki að leggjast inn á spítala vegna flensunnar. Maðurinn kýs að koma ekki fram undir nafni af ótta við að móðursýki grípi um sig í hverfinu sem hann býr, enda vilja fæstir grípa flensuna. Hann segist þó sáttur við að hafa fengið hana núna frekar en seinna þegar hún er jafnvel búin að stökkbreyta sér. „Nú er ég kominn með bóluefni að mér skilst, svo það er fínt að vera búinn að klára þetta."
Tengdar fréttir Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49 Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58 Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38 Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13 Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Talið að helmingur þjóðarinnar muni smitast af svínaflensu Sóttvarnalæknir býst við að annar hver Íslendingur veikist af inflúensu H1N1 eða svínaflensu í vetur. Bretar og Norðmenn munu bjóða öllum þegnum landanna bólusetningu, en hér verður aðeins til bóluefni fyrir helming íslensku þjóðarinnar. 12. júlí 2009 18:49
Ísland hefur tryggt sér 300 þúsund skammta af bóluefni gegn svínaflensu Ísland hefur tryggt sér kauprétt á allt að 300 þúsund skömmtum af bóluefni gegn inflúensu A, sem var eitt sinn kölluð svínaflensan, samkvæmt tilkynningu sem Sóttvarnarlæknir og Ríkislögreglustjóri sendu frá sér sameiginlega. 15. júlí 2009 10:58
Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14. júlí 2009 18:38
Þrjú ný svínaflensutilfelli staðfest hér á landi Þrjú ný tilfelli inflúensu A, eða svínaflensunnar, eru staðfest hérlendis. Þau eru orðin sjö talsins alls. 15. júlí 2009 10:13
Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna „Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu. 10. júlí 2009 10:04