Innlent

Einn útskrifaður af gjörgæslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk Landspítalans er þegar byrjað að bólusetja fólk gegn svínaflensu. Mynd/ Vilhelm.
Starfsfólk Landspítalans er þegar byrjað að bólusetja fólk gegn svínaflensu. Mynd/ Vilhelm.
Einn þeirra sex sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær með svokallaða svínaflensu er útskrifaður þaðan. Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur frá Haraldi Briem sóttvarnalækni útskrifaðist hann í gærkvöldi.

Haraldur sagðist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið tölur dagsins um fjölda þeirra sem liggja á Landspítalanum en í gær voru það 31 einstaklingur sem lá inni ýmist með grun um eða staðfesta inflúensu. Aldursbil þeirra sem liggja inni er mjög vítt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×