Hlutfallslega hafa aldrei verið færri í Þjóðkirkjunni 19. janúar 2009 10:07 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands. MYND/GVA Í fyrsta sinn í sögunni eru sóknarbörn Þjóðkirkjunnar færri en áttatíu prósent allra landsmanna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum miðað við 1. desember 2008 og þar kemur fram að sóknarbörn í Þjóðkirkjunni eru 195.576 talsins. Það er raunar fjölgun um 1.032 frá fyrra ári en hlutfallslega jafngildir það fækkun úr 80,1 prósenti í 78,6 prósent af öllum 16 ára og eldri. Ríkissjóður skilar sóknargjaldi til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs ár hvert fyrir hvern einstakling sem náð hefur 16 ára aldri en athuga skal að nýfædd börn teljast til trúfélags móður. Hagstofan segir að þessa hlutfallslegu fækkun megi að nokkru leyti skýra með miklum aðflutningi erlendra ríkisborgara á árinu 2008 en þeir flokkast við komuna til landsins með óskráðum trúfélögum nema þeir skrái sig sérstaklega í trúfélög. „Í óskráðum og ótilgreindum trúfélögum teljast nú 19.323 miðað við 16.713 í fyrra. Það er aukning um rúmlega 2.600 einstaklinga eða tæplega 0,8% af heildarmannfjölda," segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að 4,7 prósent tilheyra fríkirkjusöfnuðum en 5,9 prósent öðrum trúfélögum. Nánar má kynna sér málið á vef Hagstofunnar. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni eru sóknarbörn Þjóðkirkjunnar færri en áttatíu prósent allra landsmanna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um mannfjölda eftir trúfélögum og sóknum miðað við 1. desember 2008 og þar kemur fram að sóknarbörn í Þjóðkirkjunni eru 195.576 talsins. Það er raunar fjölgun um 1.032 frá fyrra ári en hlutfallslega jafngildir það fækkun úr 80,1 prósenti í 78,6 prósent af öllum 16 ára og eldri. Ríkissjóður skilar sóknargjaldi til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs ár hvert fyrir hvern einstakling sem náð hefur 16 ára aldri en athuga skal að nýfædd börn teljast til trúfélags móður. Hagstofan segir að þessa hlutfallslegu fækkun megi að nokkru leyti skýra með miklum aðflutningi erlendra ríkisborgara á árinu 2008 en þeir flokkast við komuna til landsins með óskráðum trúfélögum nema þeir skrái sig sérstaklega í trúfélög. „Í óskráðum og ótilgreindum trúfélögum teljast nú 19.323 miðað við 16.713 í fyrra. Það er aukning um rúmlega 2.600 einstaklinga eða tæplega 0,8% af heildarmannfjölda," segir á vef Hagstofunnar. Þar kemur einnig fram að 4,7 prósent tilheyra fríkirkjusöfnuðum en 5,9 prósent öðrum trúfélögum. Nánar má kynna sér málið á vef Hagstofunnar.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira