Umfjöllun: Þróttur vann sinn fyrsta sigur Gunnar Örn Jónsson skrifar 14. júní 2009 23:05 Sindri Snær stóð sig vel í marki Þróttar í kvöld. Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Þróttara sem með sigrinum eru komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta almennilega færið fengu eyjamenn þegar Andri Ólafsson átti skot að marki Þróttar en boltinn hafnaði í þverslánni ofanverðri. Matt Garner átti skömmu síðar skalla að marki Þróttar úr ágætis færi sem Sindri varði tiltölulega auðveldlega. Töluverð barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að sækja en þó voru eyjamenn líklegri til að skora og voru í heildina litið töluvert sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Bæði lið voru varfærin í sínum aðgerðum og tóku litla áhættu í fyrri hálfleiknum sem þótti ekki mikið fyrir augað að mati viðstaddra. Í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum og þó sérstaklega Þrótturum sem komust yfir á 64. mínútu með marki Hjartar Júlíusar Hjartarsonar sem tók boltann fallega niður og smellti honum í netið eftir góðan undirbúning frá manni leiksins, Magnúsi Má Lúðvíkssyni, lánsmanni frá KR. Aðeins fimm mínútum síðar skoruðu Þróttarar aftur og var þar að verki Dennys Danry eftir glæsilegan undirbúning Magnúsar Más. Eyjamenn hættu þó ekki, þeir spiluðu ágætis knattspyrnu og uppskáru mark í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði með skalla. Sigur Þróttar var tiltölulega sanngjarn þegar upp er staðið þrátt fyrir töluverða yfirburði eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Mark eyjamanna kom einfaldlega of seint og flautaði Kristinn Jakobsson, góður dómari leiksins til leiksloka nokkrum sekúndum eftir markið. Þróttur - ÍBV 2-1 Valbjarnavöllur. Áhorfendur: óuppgefið en varla meira en 500 manns Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 15-17 (5-8)Varin skot: Sindri 7, Albert 3.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður 3-3Þróttur (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristinn Steinar Kristinsson 6 Kristján Ómar Björnsson 7 Birkir Pálsson 6 Hallur Hallsson (f) 7 Dennis Danry 6 Morten Smidt 5Magnús Már Lúðvíksson 7 ML (77. Ingvi Sveinsson) Hjörtur Júlíus Hjartarson 7 Davíð Þór Rúnarsson 5 (72. Andrés Vilhjálmsson)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 (78 Augustine Nsumba) Christopher Clements 5 Andri Ólafsson (f) 6 Tony Mawejje 4 ( 75. Þórarinn Ingi Valdimarsson) Ajay Leitch-Smith 5 Gauti Þorvarðarson 4 (68. Viðar Örn Kjartansson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Þróttara sem með sigrinum eru komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta almennilega færið fengu eyjamenn þegar Andri Ólafsson átti skot að marki Þróttar en boltinn hafnaði í þverslánni ofanverðri. Matt Garner átti skömmu síðar skalla að marki Þróttar úr ágætis færi sem Sindri varði tiltölulega auðveldlega. Töluverð barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að sækja en þó voru eyjamenn líklegri til að skora og voru í heildina litið töluvert sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Bæði lið voru varfærin í sínum aðgerðum og tóku litla áhættu í fyrri hálfleiknum sem þótti ekki mikið fyrir augað að mati viðstaddra. Í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum og þó sérstaklega Þrótturum sem komust yfir á 64. mínútu með marki Hjartar Júlíusar Hjartarsonar sem tók boltann fallega niður og smellti honum í netið eftir góðan undirbúning frá manni leiksins, Magnúsi Má Lúðvíkssyni, lánsmanni frá KR. Aðeins fimm mínútum síðar skoruðu Þróttarar aftur og var þar að verki Dennys Danry eftir glæsilegan undirbúning Magnúsar Más. Eyjamenn hættu þó ekki, þeir spiluðu ágætis knattspyrnu og uppskáru mark í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði með skalla. Sigur Þróttar var tiltölulega sanngjarn þegar upp er staðið þrátt fyrir töluverða yfirburði eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Mark eyjamanna kom einfaldlega of seint og flautaði Kristinn Jakobsson, góður dómari leiksins til leiksloka nokkrum sekúndum eftir markið. Þróttur - ÍBV 2-1 Valbjarnavöllur. Áhorfendur: óuppgefið en varla meira en 500 manns Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 15-17 (5-8)Varin skot: Sindri 7, Albert 3.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður 3-3Þróttur (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristinn Steinar Kristinsson 6 Kristján Ómar Björnsson 7 Birkir Pálsson 6 Hallur Hallsson (f) 7 Dennis Danry 6 Morten Smidt 5Magnús Már Lúðvíksson 7 ML (77. Ingvi Sveinsson) Hjörtur Júlíus Hjartarson 7 Davíð Þór Rúnarsson 5 (72. Andrés Vilhjálmsson)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 (78 Augustine Nsumba) Christopher Clements 5 Andri Ólafsson (f) 6 Tony Mawejje 4 ( 75. Þórarinn Ingi Valdimarsson) Ajay Leitch-Smith 5 Gauti Þorvarðarson 4 (68. Viðar Örn Kjartansson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira