Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. júní 2009 18:45 Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu." Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Skattahækkanir munu seinka efnahagsbatanum og draga máttinn úr fyrirtækjum og heimilum í landinu að mati þingmanns Sjálfstæðisflokks. Hann hvetur ríkisstjórnina til að leggja meiri áherslu á niðurskurð heldur en skerða ráðstöfunartekjur heimila enn frekar. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til ársins 2013 verður kynntur í lok vikunnar. í gær funduðu ráðherrar með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúa sveitarfélaganna um svokallaðan stöðugleikasáttmála. Fyrir liggur að stjórnvöld þurfa að brúa 20 til 25 milljarða fjárlagagat á þessu ári og alls 170 milljarða á næstu þremur árum. Sjálstæðismenn segja að gatið sé mun stærra í ár eða 40 milljarðar. Fram kom í máli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í fréttum stöðvar tvö í gær að lögð verði áhersla á skattahækkanir á þessu ári, en síðan farið niðurskurð í opinberum rekstri á því næsta. Ljóst er að niðurskurðurinn mun bitna fyrst og fremst á heilbrigðis, félags og menntamálum enda eru þetta stærstu útgjaldaliðir hins opinbera. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa margar leiðir verið ræddar í skattamálum. Tekjuskattur einstaklinga verður væntanlega hækkaður sem og lagður á sérstakur aukaskattur á mánaðartekjur yfir 700 þúsund krónum. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varar við því að leggja of mikla áherslu á skattahækkanir. „Það sem að heimilin mega allra síst við núna er að það séu teknar af þeim meiri ráðstöfunartekjur. Þetta er eins og fyrirtæki myndi bregðast við minnkandi eftirspurn með því að hækka verð. Við vitum að það myndi leiða til enn minni framtíðartekna. Það sem þetta gerir er að þetta dregur enn frekar úr fyrirtækjum og heimilum og seinkar batanum," segir Tryggvi. Hann vill leggja meiri áherslu á niðurskurð. „Ég held að það sé hægt að spara og skera niður á sumum stöðum en við megum alls ekki ganga nærri velferðarkerfinu það er segja mennta, heilbrigðis og tilfærslukerfinu."
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira