Lífið

Syngur lag við texta mömmu

Tónlistar­maður­inn Arnar Jónsson er með tvö spennandi lög í undirbúningi.
Tónlistar­maður­inn Arnar Jónsson er með tvö spennandi lög í undirbúningi.

Tónlistarmaðurinn Arnar Jónsson, sem söng kántrí­lagið Easy to Fool í undankeppni Eurovison, er með tvö ný lög í undirbúningi. Annað nefnist Here I Am og er eftir Halldór Guðjónsson við texta Ronalds Kerst en hitt, sem hefur ekki fengið nafn, er eftir Örlyg Smára. Textann við það lag samdi móðir Arnars, Carola Ida Köhler, bloggari og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni.

„Hún er rosalega klár penni. Hún er mikið í því að skrifa og semja en það er ekkert sem hefur komið út,“ segir Arnar. „Við náum mjög vel saman ég og mamma mín,“ bætir hann við. Lagið er að sögn Arnars í anda nýtísku Brit-popps en hinu laginu, sem er væntanlegt í útvarp eftir nokkrar vikur, lýsir hann sem venjulegu popplagi með Eagles-áhrifum. „Þetta er bara mjög þægilegt og gott lag,“ segir hann.

Höfundurinn Halldór Guðjónsson samdi einnig lagið Dagur nýr sem Heiða Ólafsdóttir flutti í undankeppni Euro­vision og hefur hann því ágæta reynslu af poppsmíðum sem þessum.

Arnar segir að lögin tvö gefi tóninn fyrir væntan­legan sólóferil sinn. Hann á þó nokkur lög á lager sem hann hefur samið sjálfur og vonast hann til að gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir þessi efnilegi söngvari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.