Innlent

Minningarganga um Helga Hóseasson

Mynd/GVA
Á morgun verður minningarganga um Helga Hóseasson. Gangan er skipulögð og útfærð af unglingum úr félagsmiðstöðvunum Buskanum og Þróttheimum í Voga- og Langholtshverfi.

Helgi, sem oft var nefndur mótmælandi Íslands, lést sunnudaginn 6. september á elliheimilinu Grund, 89 ára að aldri.

Safnast verður saman á horni Langholtsvegar og Skeiðavogs klukkan hálf átta annað kvöld. Gangan leggur af stað hálftíma síðar og verður gengið að gatnamótum Langholtsvegar og Holtavegar og verður mínútuþögn við hornið þar sem Helgi stóð ávallt. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og kakó í félagsmiðstöðinni Þróttheimum við Holtaveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×