Enski boltinn

Terry ætlar aldrei að yfirgefa Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry líður vel hjá Chelsea.
Terry líður vel hjá Chelsea. Nordic Photos/Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur sagt Man. City að gleyma því að reyna að gera sér tilboð. Hann hafi engan áhuga á að ganga í raðir félagsins. Hann vill spila með Chelsea þar til hann leggur skóna á hilluna.

„Ég sé það bara ekki gerast að ég muni hafa áhuga á að yfirgefa Chelsea. Ég elska þetta félag. Hér hef ég verið síðan ég var 14 ára gamall og ég vil aldrei fara," sagði fyrirliðinn.

„Ég vil endilega ítreka þessa skoðun mína því það hafa verið einhverjar slúðurfréttur um mig og Man. City. Ég vil aldrei fara frá Chelsea, málið er ekkert flóknara en það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×