Gjaldeyrisvarasjóðslánin jafn brýn nú og í nóvember Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. september 2009 15:15 Friðrik Már Baldursson segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virki eins og endurskoðendur á efnahagslíf Íslendinga. Mynd/ Hari. Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. Friðrik segir að samningurinn sé nauðsynlegur Íslendingum bæði til þess að auka tiltrú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi og til þess að gjaldeyrisviðskipti geti komist í eðlilegt horf. Ef lánin fengust ekki yrði afgangurinn af utanríkisviðskiptum að verða enn meiri sem myndi þýða enn meiri niðurskurð á fjárlögum og gengi krónunnar þyrfti að vera langt til lengri tíma. „Þannig að það er langur listi af hlutum sem hangir á spýtunni," segir Friðrik Már. „Ef íslensk stjórnvöld halda skynsamlega á spöðunum, að þá munum við á nokkrum árum vera komin í eðlilegt ástand þar sem gjaldeyrismarkaður eru opnir og fyrirtæki og opinberir aðilar taka lán á eðlilegum kjörum. Á meðan þurfum við þennan stuðning. Þetta er einfaldlega stoðtæki í að vinna hann, segir Friðrik Már. Friðrik bendir á að nú séu vonir um það að fá erlenda aðila inn í bankana, Íslandsbanka og Kaupþing. Það myndi létta á lánabyrgði ríkisins sem sé gríðarleg. Þá yrði aðkoma erlendra fjármálastofnana að rekstri bankanna gríðarlega mikilvæg til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég held að það sé borin von að það gerist ef þessi „stamp of approval" kemur ekki. Vegna þess að þetta er bara þannig að þarna er Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn í hlutverki einhverskonar endurskoðenda eða einhverskonar vottunaraðila sem á að taka kerfið hérna út," segir Friðrik Már. Ekkert liggur fyrir um það hvenær stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætluninni en það hefur staðið til að taka hana fyrir frá því í febrúar síðastliðnum. „Það er mjög slæmt að það skuli ekki vera ljóst hvenær þetta verður tekið fyrir og hvers vegna tafirnar eru. Er það vegna þess að Bretar og Hollendingar eru að draga lappirnar og eru að stoppa þetta? Eða er þetta af tæknilegum ástæðum sem það getur alveg verið?" Friðrik Már bendir á að það sé heilmikil skýrslugerð í tengslum við þessa endurskoðunina og vel megi vera að slík vinna tefji endurskoðunina. Aðalmálið sé að það er mjög slæmt að málið skuli tefjast svona og það sé í einhverri óvissu. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. Friðrik segir að samningurinn sé nauðsynlegur Íslendingum bæði til þess að auka tiltrú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi og til þess að gjaldeyrisviðskipti geti komist í eðlilegt horf. Ef lánin fengust ekki yrði afgangurinn af utanríkisviðskiptum að verða enn meiri sem myndi þýða enn meiri niðurskurð á fjárlögum og gengi krónunnar þyrfti að vera langt til lengri tíma. „Þannig að það er langur listi af hlutum sem hangir á spýtunni," segir Friðrik Már. „Ef íslensk stjórnvöld halda skynsamlega á spöðunum, að þá munum við á nokkrum árum vera komin í eðlilegt ástand þar sem gjaldeyrismarkaður eru opnir og fyrirtæki og opinberir aðilar taka lán á eðlilegum kjörum. Á meðan þurfum við þennan stuðning. Þetta er einfaldlega stoðtæki í að vinna hann, segir Friðrik Már. Friðrik bendir á að nú séu vonir um það að fá erlenda aðila inn í bankana, Íslandsbanka og Kaupþing. Það myndi létta á lánabyrgði ríkisins sem sé gríðarleg. Þá yrði aðkoma erlendra fjármálastofnana að rekstri bankanna gríðarlega mikilvæg til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég held að það sé borin von að það gerist ef þessi „stamp of approval" kemur ekki. Vegna þess að þetta er bara þannig að þarna er Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn í hlutverki einhverskonar endurskoðenda eða einhverskonar vottunaraðila sem á að taka kerfið hérna út," segir Friðrik Már. Ekkert liggur fyrir um það hvenær stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætluninni en það hefur staðið til að taka hana fyrir frá því í febrúar síðastliðnum. „Það er mjög slæmt að það skuli ekki vera ljóst hvenær þetta verður tekið fyrir og hvers vegna tafirnar eru. Er það vegna þess að Bretar og Hollendingar eru að draga lappirnar og eru að stoppa þetta? Eða er þetta af tæknilegum ástæðum sem það getur alveg verið?" Friðrik Már bendir á að það sé heilmikil skýrslugerð í tengslum við þessa endurskoðunina og vel megi vera að slík vinna tefji endurskoðunina. Aðalmálið sé að það er mjög slæmt að málið skuli tefjast svona og það sé í einhverri óvissu.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira