Innlent

Innbrotstilraun í Kársnesskóla

Innbrotsþjófar gerðu tilraun til að brjótast inn í Kársnesskóla í Kópavogi í nótt. Þeir brutu rúðu en við það virðist þjófavarnakerfið hafa farið í gang og þrjótarnir þurft frá að hverfa. Þá var brotist inn í bifreið annars staðar í Kópavogi, eða í Lómasölum. Óljóst er hvort einhverju hafi verið stolið. Að sögn lögreglu var sæmilegur erill í gærkvöldi og í nótt, nokkur skólaböll voru í gangi og af þeim hlaust nokkuð umstang fyrir lögreglu þó ekkert alvarlegt hafi komið upp á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×