Innlent

Fjölgar um einn á gjörgæslu með svínaflensu

Fimm sjúklingar eru á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu eða H1N1 inflúensu. Þeim hefur fjölgað um einn frá því í gær. Engu að síður hefur inniliggjandi sjúklingum á spítalanum sem eru með flensuna fækkað. Þeir voru 28 í gær en þeir eru 21 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans.

Frá og með næsta mánudegi geta allir landsmenn pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×