Innlent

Fólksbifreið stórskemmdist í eldi í Njarðvík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólksbifreið stórskemmdist þegar kveikt var í henni við íþróttahúsið við Njarðvíkurvelli um klukkan hálfsjö í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var janframt farið inn í herbergi á íþróttahúsinu sjálfu og kveikt þar í. Það tókst giftusamlega að bjarga húsinu en áhöld sem notuð eru til íþróttaiðkunnar skemmdust eitthvað. Enginn hafði verið handtekinn klukkan níu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×