Innlent

Ragnheiður Elín leiðir enn - Árni kominn í annað sæti

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir leiðir enn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi þegar 3200 atkvæði af um 4000 hafa verið talin. Árni Johnsen er nú í öðru sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir í því þriðja. Íris Róbertsdóttir er í því fjórða og Kjartan Ólafsson í fimmta sæti.

Þetta er nokkur breyting frá því sem var þegar að 1400 atkvæði höfðu verið talin en þá var Unnur Brá Konráðsdóttir sveitarstjóri í öðru sæti, Kjartan Ólafsson þingmaður í þriðja sæti, Árni Johnsen þingmaður í fjórða sæti, Íris Róbertsdóttir kennari í fimmta sæti og Björk Guðjónsdóttir þingmaður í sjötta sæti.

Smelltu hér til að sjá betur hvernig atkvæði skiptast





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×