Enski boltinn

Wenger biður um þolinmæði stuðningsmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wenger biður um þolinmæði stuðningsmanna.
Wenger biður um þolinmæði stuðningsmanna. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að takist liðinu ekki að vinna neina titla á næstu tveimur árum þá hafi uppbyggingarkerfi hans hjá félaginu brugðist.

Arsenal hefur ekki lyft bikar síðan 2005 en Wenger biður stuðningsmenn félagsins um að sýna þolinmæði.

„Ef við vinnum ekkert á næstu tveimur árum þá er ég ábyrgur. Við erum á mikilvægasta tímabili í sögu þessa félags og við verðum að vera sterk og styðja liðið," sagði Wenger en samningur hans við félagið rennur út árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×