Erlent

Auglýsendur flýja sökkvandi Woods

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tiger ásamt sænskri eiginkonu sinni. Enskumælandi fara nú ef til vill að dusta rykið af gamla brandaranum „What kind of wood doesn´t float?“
Tiger ásamt sænskri eiginkonu sinni. Enskumælandi fara nú ef til vill að dusta rykið af gamla brandaranum „What kind of wood doesn´t float?“

Kylfingurinn Tiger Woods á ekki sjö dagana sæla eftir að í hámæli komst hve djarftækur hann er til kvenna. Nú snýr hver stuðningsaðilinn á fætur öðrum baki við honum, síðast ráðgjafarfyrirtækið Accenture sem notað hefur andlit Woods í auglýsingum sínum síðastliðin sex ár. Mynd af kylfingnum hafði verið fjarlægð af heimasíðu fyrirtækisins á föstudag. Þá segja talsmenn snyrtivöruframleiðandans Gillette að þeir hafi einnig hugsað sér að taka Woods af launaskrá hjá sér. Fjarskiptafyrirtækið AT&T, sem auglýsir á golfpoka Woods, fer að öllum líkindum að dæmi hinna tveggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×