Erlent

Breskir háskólar vísa 200.000 manns frá

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Gert er ráð fyrir að allt að 200.000 umsækjendur um skólavist í breskum háskólum á vorönn 2010 fái synjun en sókn í skólanna á önninni eykst að meðaltali um 12 prósent. Þetta er töluverð aukning frá því í fyrra en þá var 156.000 umsækjendum synjað. Ásókn í skólana er mjög mismikil, til dæmis hefur umsóknum um nám við háskólann í Bedfordshire fjölgað um tæp 40 prósent og um 35 prósent við háskólann í Sussex. Dapurt atvinnuástand og kreppa eru helstu orsakir þess að fólk sækir í nám.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×