Erlent

Bretar eiga Evrópumetið í unglingadrykkju

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bresk ungmenni eru iðin við kolann þegar kemur að drykkju og drekka mest evrópskra ungmenna samkvæmt könnun.
Bresk ungmenni eru iðin við kolann þegar kemur að drykkju og drekka mest evrópskra ungmenna samkvæmt könnun. MYND/Telegraph
Drykkja breskra unglinga er hvað mest í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem nær til 35 landa í Evrópu. Leiddi könnunin meðal annars í ljós að rúmlega fjórðungur Breta á aldrinum 15 til 16 ára hefði slasast eða orðið fyrir einhvers konar skakkaföllum vegna ölvunar. Þá urðu Bretar í þriðja sæti á eftir Danmörku og eyjunni Mön þegar litið var til þess hve margir unglingar játuðu að hafa fengið sér í staupinu síðasta mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×