Svandís: Hátekjufólk frekar en börn 27. mars 2009 15:24 Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti VG. Svandís Svavarsdóttir segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. Markmiðið meirihlutans með endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skorið verði niður um 1.126 milljónir í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði. Samsvarar 15 kennsluvikum Svandís segir að heil kennslustund á dag í þrjú skólaárár verði tekin af grunnskólabörnum í 2. til 4. bekk. Kennslustundin er ekki lögboðin en var sett inn til að styðja börn við heimanám og hefur að sögn Svandísar víða verið notuð til almennrar kennslu. Það sé þó breytilegt eftir skólum. Svandís bendir á fyrir barn í 2. bekk samsvari niðurskurðurinn 15 kennsluvikum á næstum þremur árum. Þá er gert ráð fyrir styttri vistunartíma í frístundaheimilum á frídögum. Svandís telur að skynsamlegra hefði verið að hækka útsvarið heldur en ráðast í sársaukafullar aðgerðir eins og þessar. Á næstu dögum verða kynnt áform um aukna gjaldtöku fyrir foreldra leikskólabarna sem dvelja á leikskólum lengur en átta klukkustundir á dag, að sögn Svandísar. „Þannig að þeir sem eru með börnin sín lengur en átta klukkustundir á dag þurfa að borga mun meira en áður." Þá segir Svandís að 220 milljón króna niðurskurður í viðhaldi á byggingum Reykjavíkurborgar stemmi ekki við áform um að auka mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Í anda hægristjórnmála Svandís segir að þessar aðgerðir stangist á við aðgerðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á seinnihluta seinasta árs. Samkvæmt henni ætlaði borgin að standa vörð um grunnþjónstuna, atvinnustigið og störf borgarstarfsmanna og hækka ekki gjaldskrár. „Það er í anda hægristjórnmála að standa vörð um hátekjufólk heldur en grunnþjónustuna. Þannig að þetta er allt eftir bókinni," segir Svandís. Tengdar fréttir Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir segir meirihlutann í Reykjavík standa vörð um hátekjufólk frekar en börn og grunnþjónustuna í borginni. Hún gagnrýnir fyrirhugaða gjaldskrárhækkun leikskólagjalda og niðurfellingu viðbótarkennslustundar grunnskólabarna í 2. til 4. bekk. Markmiðið meirihlutans með endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 var að hagræða um rúmlega 2,4 milljarða. Í nýlegri greinargerð fjármálaskrifstofu er gert ráð fyrir að skorið verði niður um 1.126 milljónir í launaútgjöldum og 1.243 milljónir í öðrum kostnaði. Samsvarar 15 kennsluvikum Svandís segir að heil kennslustund á dag í þrjú skólaárár verði tekin af grunnskólabörnum í 2. til 4. bekk. Kennslustundin er ekki lögboðin en var sett inn til að styðja börn við heimanám og hefur að sögn Svandísar víða verið notuð til almennrar kennslu. Það sé þó breytilegt eftir skólum. Svandís bendir á fyrir barn í 2. bekk samsvari niðurskurðurinn 15 kennsluvikum á næstum þremur árum. Þá er gert ráð fyrir styttri vistunartíma í frístundaheimilum á frídögum. Svandís telur að skynsamlegra hefði verið að hækka útsvarið heldur en ráðast í sársaukafullar aðgerðir eins og þessar. Á næstu dögum verða kynnt áform um aukna gjaldtöku fyrir foreldra leikskólabarna sem dvelja á leikskólum lengur en átta klukkustundir á dag, að sögn Svandísar. „Þannig að þeir sem eru með börnin sín lengur en átta klukkustundir á dag þurfa að borga mun meira en áður." Þá segir Svandís að 220 milljón króna niðurskurður í viðhaldi á byggingum Reykjavíkurborgar stemmi ekki við áform um að auka mannaflsfrekar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Í anda hægristjórnmála Svandís segir að þessar aðgerðir stangist á við aðgerðaáætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á seinnihluta seinasta árs. Samkvæmt henni ætlaði borgin að standa vörð um grunnþjónstuna, atvinnustigið og störf borgarstarfsmanna og hækka ekki gjaldskrár. „Það er í anda hægristjórnmála að standa vörð um hátekjufólk heldur en grunnþjónustuna. Þannig að þetta er allt eftir bókinni," segir Svandís.
Tengdar fréttir Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Laun hjá borginni skorin niður um 1,1 milljarð Reykjavíkurborg ætlar að skera niður launakostnað sinn um 1,1 milljarð króna. Mestur er niðurskurðurinn á menntasviði en þar verður samkvæmt tillögu skorið niður um rúmlega 580 milljónir, þar af 390 milljónir í launakostnaði starfsmanna sviðsins. Tillögurnar verða afgreiddar á næsta borgarstjórnarfundi. 27. mars 2009 12:52