Íslenski boltinn

Ólafur: Leikaðferð Þróttar gekk fullkomlega upp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.

„Við vorum agalausir varnarlega," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir að hans menn steinlágu óvænt fyrir Þrótturum í Pepsi-deildinni í kvöld.

.„Dekkningin hjá okkur var mjög laus og svo voru menn ekki einbeittir í þeim færum sem þeir fengu. Við verðum að kafa aðeins ofan í það hvað menn voru að hugsa og hvernig undirbúningur manna var fyrir leikinn."

Sóknarlotur Blika voru flestar ansi bitlausar, Þróttarar spiluðu skynsamlega og voru þéttir varnarlega. „Það má segja að leikaðferð Þróttar hafi gengið fullkomlega upp, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum teknir í bólinu," sagði Ólafur Kristjánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×