Lögmenn LOGOS ekki vanhæfir í Baugsmáli 13. mars 2009 12:23 Gunnar Sturluson Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa. „Við höfum ekki starfað sem lögmenn fyrir Baug og teljum okkur því fullkomlega hæf til þess að leysa úr þessu verkefni," segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Líkt og fram kom í frétt fyrr í morgun er Jakob Möller lögmaður á LOGOS aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf, þar sem Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstir hluthafar. „Jakob Möller er sjálfstætt starfandi lögmaður en hefur verið í samstarfi við LOGOS. Fyrir utan það eru Stoðir ekki Baugur og þau mál tengjast því ekki neitt," segir Gunnar aðspurður um tengsl Jakobs. Gunnar Þór Þórarinsson var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál. Aðspurður um þá tengingu segir Gunnar að nafni sinn sé starfsmaður á skrifstofu LOGOS í London og það hafi því ekkert með hæfi skrifstofunnar að gera. „Hér starfa 55 lögfræðingar. Erlendur er skipaður skiptastjóri og hann starfar á skrifstofu okkar hér á Íslandi. Þó einn lögfræðingur úti í London hafi unnið hjá Baugi veldur það ekki vanhæfi skrifstofunnar til þess að fjalla um þetta mál." Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að LOGOS hafi aldrei nokkurntíma unnið fyrir Baug. Hann telur að það sem dómari hafi aðallega horft til hafi verið skrifstofa LOGOS í London sem kemur sér vel í tengslum við bresku kröfuhafa Baugs. „Þetta er bara ákvörðun dómsins og við hlýtum henni, eins og alltaf." Aðspurður um aðkomu Gunnars Þórs Þórarinssonar segir Stefán að hjá jafn stóru fyrirtæki og Baugi sé alltaf hægt að finna tengingar inn í lögfræðistofur. „LOGOS hefur aldrei unnið neitt fyrir okkur og ég held að þessi alþjóðlegu tengsl stofunnar hafi ráðið miklu þarna." Tengdar fréttir Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. 13. mars 2009 11:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa. „Við höfum ekki starfað sem lögmenn fyrir Baug og teljum okkur því fullkomlega hæf til þess að leysa úr þessu verkefni," segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Líkt og fram kom í frétt fyrr í morgun er Jakob Möller lögmaður á LOGOS aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Stoða hf, þar sem Baugur og tengdir aðilar hafa verið stærstir hluthafar. „Jakob Möller er sjálfstætt starfandi lögmaður en hefur verið í samstarfi við LOGOS. Fyrir utan það eru Stoðir ekki Baugur og þau mál tengjast því ekki neitt," segir Gunnar aðspurður um tengsl Jakobs. Gunnar Þór Þórarinsson var nýlega ráðinn til stofunnar en hann starfaði hjá Baugi í London á síðasta ári. Þar áður starfaði hann sem fulltrúi á lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns og hluthafa í Baugi, og eyddi fjórum árum í vinnu við hið svokallaða Baugsmál. Aðspurður um þá tengingu segir Gunnar að nafni sinn sé starfsmaður á skrifstofu LOGOS í London og það hafi því ekkert með hæfi skrifstofunnar að gera. „Hér starfa 55 lögfræðingar. Erlendur er skipaður skiptastjóri og hann starfar á skrifstofu okkar hér á Íslandi. Þó einn lögfræðingur úti í London hafi unnið hjá Baugi veldur það ekki vanhæfi skrifstofunnar til þess að fjalla um þetta mál." Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að LOGOS hafi aldrei nokkurntíma unnið fyrir Baug. Hann telur að það sem dómari hafi aðallega horft til hafi verið skrifstofa LOGOS í London sem kemur sér vel í tengslum við bresku kröfuhafa Baugs. „Þetta er bara ákvörðun dómsins og við hlýtum henni, eins og alltaf." Aðspurður um aðkomu Gunnars Þórs Þórarinssonar segir Stefán að hjá jafn stóru fyrirtæki og Baugi sé alltaf hægt að finna tengingar inn í lögfræðistofur. „LOGOS hefur aldrei unnið neitt fyrir okkur og ég held að þessi alþjóðlegu tengsl stofunnar hafi ráðið miklu þarna."
Tengdar fréttir Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. 13. mars 2009 11:46 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot. 13. mars 2009 11:46