Enski boltinn

Grétar Rafn hvetur félaga sína áfram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grétar segir Bolton vera tilbúið í lokasprettinn.
Grétar segir Bolton vera tilbúið í lokasprettinn. Noridc Photos/Getty Images

Grétar Rafn Steinsson hvetur félaga sína til dáða á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni. Bolton er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar eftir þrjá sigra í síðustu fimm leikjum.

Þrátt fyrir það er Bolton aðeins sex stigum frá fallsvæðinu en að sama skapi er svipað langt í Evrópusæti. Grétar vill að félagar sínir gefi allt til þess að enda tímabilið vel en liðið hefur sárlega skort stöðugleika í vetur.

„Við náðum fínni rispu í nóvember og við vissum að desember og janúar yrðu erfiðir mánuðir enda vorum við þá að mæta sterkum liðum. Þá fengum við líka ekki eins mörg stig og við vildum. Fyrir vikið soguðumst við niður í neðri hlutann á ný," sagði Grétar Rafn við Sky.

„Ef við komumst í 40 stig getum við andað léttar. Við getum aftur á móti vel gert betur. Við höfum klárlega mannskapinn í það. Það er ekki mikið eftir af tímabilinu og bikarfríið gerði það að verkum að leikmenn eru klárir í lokaslaginn," sagði Grétar Rafn en tíu umferðir eru eftir af tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×