Innlent

Strákagöng lokuð á morgun

Vegurinn um Strákagöng við Siglufjörð verður lokaður vegna viðgerða á milli klukkan tólf og eitt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar kemur jafnframt fram að víðast hvar á landinu er mikil hálka þessa stundina.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði, Þrengslum og á Hellisheiði. Nokkur hálka er einnig í uppsveitum.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir. Það er hálka á Bröttubrekku og hálka og skafrenningur víða í Dölunum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru hálkublettir og skafrenningur en þæfingsfærði er frá Flókalundi og að Klettsháls og ófært yfir Klettsháls. Á norðanverðum Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Á Norðaustur og Austurlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur. Hálka og skafrenningur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Þungfært og skafrenningur er á Melrakkasléttu. Óveður og þungfært er á Fagradal og þar er ekkert ferðveður. Ófært er yfir Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Skriðdal og ófært yfir Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Miklar hviður eru við Lómagnúp og eru vegfarendur beðnir að aka þar um með gát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×