Innlent

Sektaður um 45 milljónir

Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.
Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness.

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir stófelld skattsvik. Hann játaði brot sín greiðlega. Hann var áður dæmdur fyrir fjársvik og því hlaut hann sex mánaðadóm.

Þá er honum einnig gert að greiða rétt rúmar 45 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skal hann afplána sex mánaða dóminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×