Innlent

Metaðsókn á McDonalds

„Það hefur enginn veitingastaður á Íslandi séð neitt svona. Það eru að seljast tíu þúsund hamborgarar á dag," segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi.

Frá því að fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að McDonalds færi af landi brott nú um mánaðamótin hefur verið metaðsókn að stöðunum þremur. Í gærdag kláruðust BigMac-borgararnir um tíma, en að sögn Jóns Garðars var því bjargað fljótt.

„Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds." Hann hefur þurft að bæta við starfsfólki á vaktir og segir alla hafa staðið sig gríðarlega vel undir óvenjulega miklu álagi. „Ég er með landslið í vinnu. Það eru bara atvinnumenn sem geta þetta."

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×