Samkeppni á smálánamarkaði 21. október 2009 13:00 Auðvelt lán. „Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Við bjóðum upp á lægri vexti," segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. Guðmundur fullyrðir hinsvegar að fyrirtæki hans, sem heldur úti síðunni fyrirfram.is, veiti sambærileg lán á minni vöxtum. Það er, tíu þúsund króna lán til fimmtán daga kostar 2000 krónur. Þá er einnig opið allan sólahringinn hjá fyrirfram.is að sögn Guðmundar. Lánin eru gríðarlega umdeild og kölluð okurlán í daglegu tali. Lántakendur þurfa að fara inn á heimasíður fyrirtækjanna og skrá sig. Þá fá þeir sitt fyrsta lán. Eftir það geta viðkomandi sent smáskeyti og fengið lánið um hæl. Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd á Norðurlöndum, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Lánakjörin eru líka varhugaverð. Ef lánskjörin eru skoðuð nánar kemur í ljós að 10.000 kr. lán í 15 daga kostar 2.500 kr., hjá Kredia, 20.000 kr. lán kostar 4.750 kr., 30.000 kr. lán kostar 7.000 kr. og 40.000 kr. lán sem veitt er í allt að fimmtán daga kostar 9.250 kr. Inni í þessum kostnaðartölum er, samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Kredia, kostnaður við lántökuna sjálfa auk vaxta en ekki er nánar sundurgreint hvað er hvað. Kostnaðurinn við minnsta lánið er því 25 prósent sem svarar til 600 prósent kostnaðar á ársgrundvelli. Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu meðal annars með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu vegna málsins. Við það tækifæri sagði Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, sem gagnrýnt hefur lán af þessu tagi, að fundurinn hafa gengið mjög vel. Góður vilji hafi verið af allra hálfu til að meta hvaða úrbóta væri þörf og ráðast í þær. „Það er erfitt að sporna við þessu, því hér ríkir atvinnufrelsi. En ef þetta fer að festa rætur vill maður að þetta verði gert eins vel og faglega og hægt er," sagði Gísli í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. „Ég lít ekki á þetta sem okurlán," segir Guðmundur, eigandi fyrirfram.is en hann og viðskiptafélagi hans, Ársæll Gunnlaugsson, ákváðu að reyna fyrir sér á þessum markaði þegar þeir heyrðu af Kredia. Vefurinn þeirra, fyrirfram.is fór í loftið í dag að sögn Guðmundar. Hann segir að það kosti talsvert að halda svona starfsemi úti og því séu vextirnir sem lagðir eru ofan á lánin ekki okurvextir í hans augum. Starfsemi sem þessi er algerlega lögleg á Íslandi. Aftur á móti hafa verið uppi hugmyndir á Norðurlöndum um að banna slík lán.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira