Innlent

Bankasýslan auglýsir eftir stjórnarmönnum í ríkisfyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankasýsla ríkisins auglýsir eftir fólki sem vill sitja í stjórnum opinberra fjármálafyrirtækja í fréttatilkynningu sem send er fjölmiðlum í dag.

Í tilkynninguni segir að valnefnd skipuð af stjórn Bankasýslu ríkisins, sem tilnefnir fulltrúa ríkisins til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að eignast hlut í, vilji vekja athygli á að einstaklingar sem telja sig uppfylla hæfisskilyrði fyrir setu í bankaráðum og stjórnum fjármálafyrirtækja og 3. gr. starfsreglna valnefndar geti gefið kost á sér til stjórnarsetu með því að senda valnefnd ferliskrár sínar á netfangið valnefnd@bankasysla.is.

Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni mun valnefndin taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja. Nefndin mun huga að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og tilnefna stjórnarmenn sem hafa fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og hæfni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×