Háskalegt inngrip að stöðva refaveiðarnar 19. nóvember 2009 04:30 Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á landi á hverju ári. Refaskyttur óttast að refaveiðar leggist af með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lífríkið. Dýralíf Snorri Jóhannesson, formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, óttast að refaveiðar leggist af hér á landi þar sem niðurgreiðslu frá ríkinu nýtur ekki lengur við. Umhverfisstofnun hefur lagt allt að sautján milljónir króna á ári í endurgreiðslu til sveitarfélaganna vegna refaveiða. Greiðslan átti að jafngilda helmingnum af því verðlaunafé sem skyttur fá fyrir hvern ref. Vegna niðurskurðar er búið að leggja greiðslurnar af og því hætt við að sveitarfélögin haldi að sér höndum. Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á ári hverju. „Ég held að þetta sé mjög hæpinn sparnaður burtséð frá þeirri áhættu sem ég tel menn vera að taka. Það eru mikil inngrip í náttúruna að hefja veiðar á dýrastofni en það eru líka mikil inngrip að hætta veiðum á dýrum sem hafa verið veidd öldum saman,“ segir Snorri. „Við vitum að þar sem refaveiðar hafa verið illa stundaðar eða alls ekki hefur það haft mikil áhrif á fuglalífið.“ Landssamtök sauðfjárbænda hafa einnig mótmælt ákvörðuninni. Veruleg fjölgun á ref geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríkið. „Það má gera ráð fyrir að það séu hundruð lömb sem fari í refinn á hverju ári. Ég get ekki verið nákvæmari en það en ég vona að það séu ekki þúsundir,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Snorri refaskytta hefur ekki jafn miklar áhyggjur af sauðfénu. „Ég hef miklu meiri áhyggur af lífríkinu í heild og þessari tilraun sem er verið að gera. Ef refaveiðum verður hætt þarf að taka upp rannsóknir á áhrifunum og það verður dýrara en veiðarnar sjálfar.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur undir orð Snorra og Sindra. Hann segir að sveitarfélögin hafi tekið upp þessi mál á fundum með ríkisvaldinu, enda um samstarfsverkefni að ræða. Nú sé ríkisvaldið búið að draga sig út úr refaveiðunum. Það muni þó halda áfram endurgreiðslu fyrir mink. „Minkurinn er í forgangi og almennt talinn meiri vargur. En það er rétt að taka undir með þeim Snorra og Sindra,“ segir Halldór. Sjálfur gerir hann mikinn mun á mink og ref. „Mín persónulega skoðun er sú að það þurfi að leggja meiri áherslu á minkinn. Það ætti að skoða hvort það sé ekki hægt að útrýma honum úr íslensku lífríki. Refurinn á hins vegar allan rétt á því að vera hér. Það þarf að halda aftur af honum – spurningin er bara hversu mikið það á að vera.“ kristjan@frettabladid.is Snorri Jóhannesson Halldór Halldórsson d Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Dýralíf Snorri Jóhannesson, formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, óttast að refaveiðar leggist af hér á landi þar sem niðurgreiðslu frá ríkinu nýtur ekki lengur við. Umhverfisstofnun hefur lagt allt að sautján milljónir króna á ári í endurgreiðslu til sveitarfélaganna vegna refaveiða. Greiðslan átti að jafngilda helmingnum af því verðlaunafé sem skyttur fá fyrir hvern ref. Vegna niðurskurðar er búið að leggja greiðslurnar af og því hætt við að sveitarfélögin haldi að sér höndum. Um fimm þúsund refir eru veiddir hér á ári hverju. „Ég held að þetta sé mjög hæpinn sparnaður burtséð frá þeirri áhættu sem ég tel menn vera að taka. Það eru mikil inngrip í náttúruna að hefja veiðar á dýrastofni en það eru líka mikil inngrip að hætta veiðum á dýrum sem hafa verið veidd öldum saman,“ segir Snorri. „Við vitum að þar sem refaveiðar hafa verið illa stundaðar eða alls ekki hefur það haft mikil áhrif á fuglalífið.“ Landssamtök sauðfjárbænda hafa einnig mótmælt ákvörðuninni. Veruleg fjölgun á ref geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríkið. „Það má gera ráð fyrir að það séu hundruð lömb sem fari í refinn á hverju ári. Ég get ekki verið nákvæmari en það en ég vona að það séu ekki þúsundir,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Snorri refaskytta hefur ekki jafn miklar áhyggjur af sauðfénu. „Ég hef miklu meiri áhyggur af lífríkinu í heild og þessari tilraun sem er verið að gera. Ef refaveiðum verður hætt þarf að taka upp rannsóknir á áhrifunum og það verður dýrara en veiðarnar sjálfar.“ Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, tekur undir orð Snorra og Sindra. Hann segir að sveitarfélögin hafi tekið upp þessi mál á fundum með ríkisvaldinu, enda um samstarfsverkefni að ræða. Nú sé ríkisvaldið búið að draga sig út úr refaveiðunum. Það muni þó halda áfram endurgreiðslu fyrir mink. „Minkurinn er í forgangi og almennt talinn meiri vargur. En það er rétt að taka undir með þeim Snorra og Sindra,“ segir Halldór. Sjálfur gerir hann mikinn mun á mink og ref. „Mín persónulega skoðun er sú að það þurfi að leggja meiri áherslu á minkinn. Það ætti að skoða hvort það sé ekki hægt að útrýma honum úr íslensku lífríki. Refurinn á hins vegar allan rétt á því að vera hér. Það þarf að halda aftur af honum – spurningin er bara hversu mikið það á að vera.“ kristjan@frettabladid.is Snorri Jóhannesson Halldór Halldórsson d
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira