Enski boltinn

Ramon Vega bauð í Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ramon Vega í leik með Tottenham árið 2000.
Ramon Vega í leik með Tottenham árið 2000. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth hefur hafnað kauptilboði í félagið frá fjárfestingarhópi sem Ramon Vega, fyrrum leikmaður Tottenham, fór fyrir.

Um er að ræða svissneskan fjárfestingahóp sem ber nafnið VS Investments. Stjórn Portsmouth sagði hins vegar tilboðið óásættanlegt.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC er talið að tilboðið hafi þótt of lágt þar sem yfirtaka skulda félagsins upp á 40 milljónir punda voru innifaldar í kaupverðinu. Óvíst hvort hópurinn ætli að senda frá sér nýtt kauptilboð.

Alexandre Gaydamak, eigandi Portsmouth, keypti félagið í júlí árið 2006 en lýsti því yfir í desember síðastliðnum að það væri nú til sölu.

Eins og greint var frá á Vísi hér í gær tóku blaðamenn The Sun saman lista yfir tíu ónothæfustu leikmennina í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og var Ramon Vega á sjötta sæti þess lista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×