Innlent

Skattahækkanir gagnrýndar á þingi

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að afnema vísitölutengingu persónuafsláttar í skattkerfinu og að draga úr samsköttun hjóna.

Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að loksins lægju skattatillögur ríkisstjórnarinnar fyrir og þær yllu bæði áhyggjum og vonbrigðum. Ríkisstjórnin kynnti tillögurnar sem leið til að færa skattamál á Íslandi nær því sem þekktist á Norðurlöndunum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði rétt að verið væri að færa skattkerfið í átt til þess sem tíðkast á Norðurlöndunum. Ríkisstjórnin vildi þó ekki taka allt upp úr kerfi Norðurlandanna, þar sem skattar væru til að mynda mun hærri en á Íslandi. Hér yrðu skattar hæstir 46 prósent með útsvari en þeir væru allt að 58 prósent í Danmörku. Innan nýja skattkerfisins gætu hjón sótt um að færa þann sem einn væri fyrirvinna niður um skattþrep. Forsætisráðherra einnig sagði að varlega þyrfti að fara í fulla samsköttun hjóna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að til stæði að hækka skatta þar sem svigrúm væri ekkert til þess. Sigmundur sagði forsætisráðherra greinilega ekki hafa kynnt sér tillögur Framsóknarflokks frá í febrúar. Hann bætti því við að þörfin fyrir skattahækkanir væri minni ef ríkisstjórnin hefði staðið sig varðandi Icesave.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×