Erlent

Blagojevich með bók í smíðum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Rod Blagojevich.
Rod Blagojevich.
Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Illinois, undirritaði í gær samning við bókaútgefandann Phoenix Books um að skrifa bók um feril sinn sem ríkisstjóra, brottreksturinn úr því embætti í janúar og skuggahliðar stjórnmálanna. Blagojevich neitar því enn staðfastlega að hafa ætlað sér að selja öldungadeildarþingsæti Baracks Obama þegar Obama sagði af sér þingmennsku og tók við forsetaembættinu. Samningsaðilar vilja sem minnst tjá sig um útgáfusamninginn en það hefur þó verið látið uppi að upphæðin á honum sé sex stafa tala í dollurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×