Innlent

Góðgerðarfélag gyðinga vilja 78 milljónir frá Kaupþingi

Gyðingar. Mynd úr safni.
Gyðingar. Mynd úr safni.

Þriðja stærsta góðgerðarfélag gyðinga í Bretlandi vonast til þess að endurheimta 78 milljónir á núverandi gengi sem þeir töpuðu á íslensku bönkunum Kaupþingi og Kaupþing Singer and Friedlander eftir það þeir voru teknir yfir af skilanefndum á síðasta ári.

Um er að ræða 375 þúsund pund sem góðgerðarsamtökin lögðu inn á reikning íslenska bankans.

Í viðtali við the JC.com, eða Jewish community online, segist stjórnarformaður samtakanna, Samuel Hayek, hafa fengið þau svör frá skilanefndum Kaupþings að 60 til 75 prósent af fénu myndu skila sér til baka.

„En við vonumst til þess að allur peningurinn verði endurheimtur," bætir Samuel við.

Þrátt fyrir bjartsýni stjórnarmanna þá eru þeir engu að síður búnir að bókfæra peninginn sem tapað fé fyrir árið 2008.

Heildartekjur samtakanna á síðasta ári voru 15.6 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×