Enski boltinn

Appiah spilar með varaliði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Appiah í leik með landsliði Gana í haust.
Stephen Appiah í leik með landsliði Gana í haust. Nordic Photos / Getty Images
Stephen Appiah mun spila með varaliði Tottenham gegn Reading í kvöld og mun Harry Redknapp knattspyrnustjóri taka ákvörðun í kjölfarið hvort félagið muni bjóða honum samning.

Appiah er fyrirliði landsliðs Gana en hefur verið án félags síðan hann fór frá Fenerbahce í ágúst síðastliðnum.

Hann hefur æft með Tottenham undanfarinn mánuð en hefur átt erfitt uppdráttar þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á hnémeiðslum.

„Formið hans er ekki eins og það á að vera en hann hefur lagt mjög hart að sér og á skilið að fá að vita hvar hann stendur," sagði Redknapp í samtali við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×