Erlent

Mýkri afstaða til Palestínu

Búist er við að Netanyahu kynni nýja ríkisstjórn Ísraels á þingi landsins í dag.Fréttablaðið/AP
Búist er við að Netanyahu kynni nýja ríkisstjórn Ísraels á þingi landsins í dag.Fréttablaðið/AP

 Benjamin Netanyahu, verðandi forsætisráðherra Ísraels, virtist sýna Palestínumönnum meiri sáttahug en áður í ræðu á ráðstefnu um efnahagsmál í Ísrael í gær. Þar hét hann friðarviðræðum við palestínsk stjórnvöld.

Friður er „sameiginlegt og varan­legt markmið allra Ísraela og ísraelskra ríkisstjórna, þar með talið minnar,“ sagði Netanyahu.

Kosningabarátta hans þótti einkennast af andstöðu við sjónarmið Palestínumanna, en stjórnmálaskýrendur segja hann þurfa að mýkja afstöðu sína eftir að Verkamannaflokkurinn féllst á að ganga inn í stjórn hans. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×