Bíður enn milli vonar og ótta 9. nóvember 2009 06:00 Paul, Rosemary og Fídel smári Foreldrarnir vinna og búa í Reykjavík, en vita ekki nema þau þurfi að fara frá landinu hvenær sem er með skömmum fyrirvara. Fídel Smári fær ekki að fara á leikskóla fyrr en úr því er skorið.Fréttablaðið/Anton Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. Ramses og kona hans Rosemary eru bæði í vinnu og leigja íbúð í miðbænum. Sonur þeirra, Fídel Smári, er að verða átján mánaða gamall, en honum hefur þegar verið synjað um leikskólavist, þar sem foreldrar hans eru utan kerfis. Lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, mótmælti þessu fyrir hönd fjölskyldunnar og benti leikskólasviði borgarinnar á að foreldrar Fídels Smára greiddu skatt og útsvar í Reykjavík. Leikskólasvið féllst þá á að gera „undantekningu frá ófrávíkjanlegu skilyrði", þannig að Fídel fær pláss hjá dagforeldri niðurgreitt frá borginni. Hann fær samt ekki að vera á leikskóla. Katrín segist fegin þessari niðurstöðu, þótt hálfur sigur sé. Einnig virði hún það við Útlendingastofnun að taka ekki Paul Ramses fram fyrir röð hælisleitenda, þótt mál hans hafi fengið mikla umfjöllun á sínum tíma. Hins vegar segi það meira en mörg orð um ástand útlendingamála hér á landi hversu langan tíma þetta taki. „Ég fullyrði að þessi vinnsluhraði og lengd málsmeðferðarinnar er brot á stjórnsýslulögum. Það á að afgreiða mál eins fljótt og auðið er. En allir hælisleitendur þurfa að bíða svona lengi eftir frumákvörðun í hælismálum og síðan, ef þeir kæra neitunina, mega þeir bíða í átján til 24 mánuði til viðbótar eftir afgreiðslu dómsmálaráðuneytis," segir hún. Eftir að Ramses sótti um hæli í febrúar var honum synjað um það að kvöldi 2. júlí og boðið að gista hjá lögreglu. Daginn eftir var hann sendur til Ítalíu, en kona hans og barn voru skilin eftir á Íslandi. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og mótmælt fyrir utan dómsmálaráðuneytið, uns ný gögn í málinu bárust Útlendingastofnun, og Ramses var kallaður til hælismeðferðar á Íslandi. Þetta var 25. ágúst 2008. klemens@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Hælisleitandinn Paul Ramses hefur ekki fengið svar frá Útlendingastofnun um hvort hann fái að vera áfram á landinu eða ekki. Hann sótti fyrst um hæli hér í febrúar 2008. Ramses og kona hans Rosemary eru bæði í vinnu og leigja íbúð í miðbænum. Sonur þeirra, Fídel Smári, er að verða átján mánaða gamall, en honum hefur þegar verið synjað um leikskólavist, þar sem foreldrar hans eru utan kerfis. Lögmaður Ramses, Katrín Theódórsdóttir, mótmælti þessu fyrir hönd fjölskyldunnar og benti leikskólasviði borgarinnar á að foreldrar Fídels Smára greiddu skatt og útsvar í Reykjavík. Leikskólasvið féllst þá á að gera „undantekningu frá ófrávíkjanlegu skilyrði", þannig að Fídel fær pláss hjá dagforeldri niðurgreitt frá borginni. Hann fær samt ekki að vera á leikskóla. Katrín segist fegin þessari niðurstöðu, þótt hálfur sigur sé. Einnig virði hún það við Útlendingastofnun að taka ekki Paul Ramses fram fyrir röð hælisleitenda, þótt mál hans hafi fengið mikla umfjöllun á sínum tíma. Hins vegar segi það meira en mörg orð um ástand útlendingamála hér á landi hversu langan tíma þetta taki. „Ég fullyrði að þessi vinnsluhraði og lengd málsmeðferðarinnar er brot á stjórnsýslulögum. Það á að afgreiða mál eins fljótt og auðið er. En allir hælisleitendur þurfa að bíða svona lengi eftir frumákvörðun í hælismálum og síðan, ef þeir kæra neitunina, mega þeir bíða í átján til 24 mánuði til viðbótar eftir afgreiðslu dómsmálaráðuneytis," segir hún. Eftir að Ramses sótti um hæli í febrúar var honum synjað um það að kvöldi 2. júlí og boðið að gista hjá lögreglu. Daginn eftir var hann sendur til Ítalíu, en kona hans og barn voru skilin eftir á Íslandi. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og mótmælt fyrir utan dómsmálaráðuneytið, uns ný gögn í málinu bárust Útlendingastofnun, og Ramses var kallaður til hælismeðferðar á Íslandi. Þetta var 25. ágúst 2008. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira