Eitt atkvæði bjargaði Þórshöfn og Þistilfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2009 10:10 Þórshafnarbúar og nærsveitungar prísa sig sæla að eiga harðan kjarna fólks sem sagði nei við girnilegu gylliboði í fyrra. Það munaði nefnilega aðeins einu atkvæði að meirihluti heimila við Þistilfjörð sæti nú uppi með illviðráðanlegan skuldaklafa.Stjórn Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis hafði samþykkt að sameinast Sparisjóði Keflavíkur og bjóða síðan upp á girnileg kaup á stofnfjárbréfum sem áttu að skila hverjum og einum stórfelldum gróða.Guðmundur Vilhjálmsson, sjómaður og stofnfjáreigandi, segir að búið hafi verið að útvega lánsfé frá Landsbankanum fyrir stofnfjáraukningunni. Menn hefðu í raun ekki þurft að gera neitt annað en að skrifa nafnið sitt."Hefðu menn gert það væri fjöldi manns hér á vonarvöl," segir Guðmundur í samtali við Stöð 2.Stofnfjáreigendur hefðu skuldsett sig um 400 milljónir króna á þeim tíma og ef menn hefðu tekið þetta sem myntkörfulán væri skuldin komin í 800 milljónir króna, að sögn Guðna Haukssonar sparisjóðsstjóra, sem hann segir háa upphæð fyrir lítið samfélag.Steingrímur J. Sigfússon og hans ættmenni á Gunnarsstöðum voru með Guðmundi í andófinu, - þeir vildu halda sparisjóðnum í höndum heimamanna, - og það var hart tekist á. Guðmundur segir að það hafi verið um 20 manna hópur sem stóð fastur á móti sameiningunni og þau hafi fengið ýmislegt á sig á þeim tíma.Sameiningin féll á aðeins einu atkvæði. Aukinn meirihluta þurfti, eða 66,7%, til að samþykkja. Þegar atkvæðin voru talin reyndust 66% vera fylgjandi, - 34% á móti, - og það dugði til að fella tillöguna.Reyndar var kosið aftur nokkrum mánuðum síðar og sameiningin þá samþykkt en þá var hrunið að byrja og hún gekk aldrei í gegn. Guðni Hauksson sparisjóðsstjóri var í hópi meirihlutans sem vildi sameiningu. Hann segir að eftir á að hyggja hafi gerst hlutir sem breyttu stöðunni algerlega og sem betur fer hafi þeir ekki verið komnir það langt í ferlinu að þeir gátu bakkað út.Áætla má að þar með hafi um 80 fjölskyldum verið forðað frá því að tapa 800 milljónum króna. En hefur andstöðuhópnum verið þakkað fyrir?"Það er einn búinn að koma til mín og þakka mér fyrir, og segja að það hafi verið eins gott að þetta gekk ekki í gegn," segir Guðmundur Vilhjálmsson. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira
Þórshafnarbúar og nærsveitungar prísa sig sæla að eiga harðan kjarna fólks sem sagði nei við girnilegu gylliboði í fyrra. Það munaði nefnilega aðeins einu atkvæði að meirihluti heimila við Þistilfjörð sæti nú uppi með illviðráðanlegan skuldaklafa.Stjórn Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis hafði samþykkt að sameinast Sparisjóði Keflavíkur og bjóða síðan upp á girnileg kaup á stofnfjárbréfum sem áttu að skila hverjum og einum stórfelldum gróða.Guðmundur Vilhjálmsson, sjómaður og stofnfjáreigandi, segir að búið hafi verið að útvega lánsfé frá Landsbankanum fyrir stofnfjáraukningunni. Menn hefðu í raun ekki þurft að gera neitt annað en að skrifa nafnið sitt."Hefðu menn gert það væri fjöldi manns hér á vonarvöl," segir Guðmundur í samtali við Stöð 2.Stofnfjáreigendur hefðu skuldsett sig um 400 milljónir króna á þeim tíma og ef menn hefðu tekið þetta sem myntkörfulán væri skuldin komin í 800 milljónir króna, að sögn Guðna Haukssonar sparisjóðsstjóra, sem hann segir háa upphæð fyrir lítið samfélag.Steingrímur J. Sigfússon og hans ættmenni á Gunnarsstöðum voru með Guðmundi í andófinu, - þeir vildu halda sparisjóðnum í höndum heimamanna, - og það var hart tekist á. Guðmundur segir að það hafi verið um 20 manna hópur sem stóð fastur á móti sameiningunni og þau hafi fengið ýmislegt á sig á þeim tíma.Sameiningin féll á aðeins einu atkvæði. Aukinn meirihluta þurfti, eða 66,7%, til að samþykkja. Þegar atkvæðin voru talin reyndust 66% vera fylgjandi, - 34% á móti, - og það dugði til að fella tillöguna.Reyndar var kosið aftur nokkrum mánuðum síðar og sameiningin þá samþykkt en þá var hrunið að byrja og hún gekk aldrei í gegn. Guðni Hauksson sparisjóðsstjóri var í hópi meirihlutans sem vildi sameiningu. Hann segir að eftir á að hyggja hafi gerst hlutir sem breyttu stöðunni algerlega og sem betur fer hafi þeir ekki verið komnir það langt í ferlinu að þeir gátu bakkað út.Áætla má að þar með hafi um 80 fjölskyldum verið forðað frá því að tapa 800 milljónum króna. En hefur andstöðuhópnum verið þakkað fyrir?"Það er einn búinn að koma til mín og þakka mér fyrir, og segja að það hafi verið eins gott að þetta gekk ekki í gegn," segir Guðmundur Vilhjálmsson.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi Sjá meira