Orkuskattur gæti fælt verksmiðju frá 19. október 2009 04:00 Frá Grundartanga Járnblendiverksmiðjan hefur starfað síðan 1979 og er vinnustaður á þriðja hundrað manna.fréttablaðið/hari „Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Dótturfyrirtæki Elkem, Elkem Solar, hefur í rúmt ár unnið að því að meta hvar hagstætt sé að reisa nýja sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. Upphaflega voru fimm staðsetningar taldar koma til greina en í sumar var þeim fækkað niður í þrjár. Ísland er eitt þessara þriggja landa ásamt Kanada og ónefndu Asíulandi. Einar tekur skýrt fram að verksmiðjan hafi ekki verið í hendi en möguleikar Íslands afar góðir. Annað óvissuatriði sé hvað raunverulega sé verið að segja í frumvarpinu um nýja skatta. Nýr orku- og auðlindaskattur á að skila þjóðarbúinu sextán milljörðum króna á ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Það hefur verið nokkuð á reiki hvernig útfærsla skatttekjunnar verður og segir Einar að allir sem að orkufrekum iðnaði koma viti ekkert hvernig rekstrarumhverfi næstu ára verði. Það liggur fyrir að um mikla hagsmuni er að tefla. Fjárfesting fyrirtækisins, ef til kæmi, væri einn milljarður Bandaríkjadala, eða 123 milljarðar íslenskra króna. Á uppbyggingartíma verði allt að þúsund manns við störf og 350 manns fái varanlega vinnu við framleiðslulínuna þegar verksmiðjan tekur til starfa árið 2012 eða 2013. Þá eru ekki talin með afleidd störf. „Þegar þau eru talin gæti verið um að ræða þúsund varanleg störf hér á svæðinu“, segir Einar. „Vandinn er sá að við erum ekki bara að tala um skatt á orkuna heldur líka á kolefnislosun sem vegur þungt hjá okkur. Mér sýnist að miðað við nýjustu tölur þá þýði þetta vel á annan milljarð króna í aukinn kostnað fyrir verksmiðjuna“, segir Einar. Elkem Ísland, sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, hefur að undanförnu fjárfest fyrir átta milljarða króna í endurnýjun verksmiðjunnar. Einar segir það liggja fyrir að ekki hefði verið ráðist í þá fjárfestingu ef skattlagningaráform ríkisstjórnarinnar hefðu legið fyrr fyrir. „Mér finnst líklegra að dregið hefði verið úr starfseminni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks“, segir Einar. Í verksmiðjunni starfa á þriðja hundrað starfsmenn. svavar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Dótturfyrirtæki Elkem, Elkem Solar, hefur í rúmt ár unnið að því að meta hvar hagstætt sé að reisa nýja sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. Upphaflega voru fimm staðsetningar taldar koma til greina en í sumar var þeim fækkað niður í þrjár. Ísland er eitt þessara þriggja landa ásamt Kanada og ónefndu Asíulandi. Einar tekur skýrt fram að verksmiðjan hafi ekki verið í hendi en möguleikar Íslands afar góðir. Annað óvissuatriði sé hvað raunverulega sé verið að segja í frumvarpinu um nýja skatta. Nýr orku- og auðlindaskattur á að skila þjóðarbúinu sextán milljörðum króna á ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Það hefur verið nokkuð á reiki hvernig útfærsla skatttekjunnar verður og segir Einar að allir sem að orkufrekum iðnaði koma viti ekkert hvernig rekstrarumhverfi næstu ára verði. Það liggur fyrir að um mikla hagsmuni er að tefla. Fjárfesting fyrirtækisins, ef til kæmi, væri einn milljarður Bandaríkjadala, eða 123 milljarðar íslenskra króna. Á uppbyggingartíma verði allt að þúsund manns við störf og 350 manns fái varanlega vinnu við framleiðslulínuna þegar verksmiðjan tekur til starfa árið 2012 eða 2013. Þá eru ekki talin með afleidd störf. „Þegar þau eru talin gæti verið um að ræða þúsund varanleg störf hér á svæðinu“, segir Einar. „Vandinn er sá að við erum ekki bara að tala um skatt á orkuna heldur líka á kolefnislosun sem vegur þungt hjá okkur. Mér sýnist að miðað við nýjustu tölur þá þýði þetta vel á annan milljarð króna í aukinn kostnað fyrir verksmiðjuna“, segir Einar. Elkem Ísland, sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, hefur að undanförnu fjárfest fyrir átta milljarða króna í endurnýjun verksmiðjunnar. Einar segir það liggja fyrir að ekki hefði verið ráðist í þá fjárfestingu ef skattlagningaráform ríkisstjórnarinnar hefðu legið fyrr fyrir. „Mér finnst líklegra að dregið hefði verið úr starfseminni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks“, segir Einar. Í verksmiðjunni starfa á þriðja hundrað starfsmenn. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira