Orkuskattur gæti fælt verksmiðju frá 19. október 2009 04:00 Frá Grundartanga Járnblendiverksmiðjan hefur starfað síðan 1979 og er vinnustaður á þriðja hundrað manna.fréttablaðið/hari „Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Dótturfyrirtæki Elkem, Elkem Solar, hefur í rúmt ár unnið að því að meta hvar hagstætt sé að reisa nýja sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. Upphaflega voru fimm staðsetningar taldar koma til greina en í sumar var þeim fækkað niður í þrjár. Ísland er eitt þessara þriggja landa ásamt Kanada og ónefndu Asíulandi. Einar tekur skýrt fram að verksmiðjan hafi ekki verið í hendi en möguleikar Íslands afar góðir. Annað óvissuatriði sé hvað raunverulega sé verið að segja í frumvarpinu um nýja skatta. Nýr orku- og auðlindaskattur á að skila þjóðarbúinu sextán milljörðum króna á ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Það hefur verið nokkuð á reiki hvernig útfærsla skatttekjunnar verður og segir Einar að allir sem að orkufrekum iðnaði koma viti ekkert hvernig rekstrarumhverfi næstu ára verði. Það liggur fyrir að um mikla hagsmuni er að tefla. Fjárfesting fyrirtækisins, ef til kæmi, væri einn milljarður Bandaríkjadala, eða 123 milljarðar íslenskra króna. Á uppbyggingartíma verði allt að þúsund manns við störf og 350 manns fái varanlega vinnu við framleiðslulínuna þegar verksmiðjan tekur til starfa árið 2012 eða 2013. Þá eru ekki talin með afleidd störf. „Þegar þau eru talin gæti verið um að ræða þúsund varanleg störf hér á svæðinu“, segir Einar. „Vandinn er sá að við erum ekki bara að tala um skatt á orkuna heldur líka á kolefnislosun sem vegur þungt hjá okkur. Mér sýnist að miðað við nýjustu tölur þá þýði þetta vel á annan milljarð króna í aukinn kostnað fyrir verksmiðjuna“, segir Einar. Elkem Ísland, sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, hefur að undanförnu fjárfest fyrir átta milljarða króna í endurnýjun verksmiðjunnar. Einar segir það liggja fyrir að ekki hefði verið ráðist í þá fjárfestingu ef skattlagningaráform ríkisstjórnarinnar hefðu legið fyrr fyrir. „Mér finnst líklegra að dregið hefði verið úr starfseminni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks“, segir Einar. Í verksmiðjunni starfa á þriðja hundrað starfsmenn. svavar@frettabladid.is Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Ef þessi áform ganga eftir verður nær útilokað að selja þá hugmynd að staðsetja verksmiðjuna hér. Mitt persónulega mat er að þetta slái okkur út af borðinu“, segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem Ísland, spurður um áhrif boðaðra orku- og auðlindaskatta á fyrirætlanir um byggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Dótturfyrirtæki Elkem, Elkem Solar, hefur í rúmt ár unnið að því að meta hvar hagstætt sé að reisa nýja sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins. Upphaflega voru fimm staðsetningar taldar koma til greina en í sumar var þeim fækkað niður í þrjár. Ísland er eitt þessara þriggja landa ásamt Kanada og ónefndu Asíulandi. Einar tekur skýrt fram að verksmiðjan hafi ekki verið í hendi en möguleikar Íslands afar góðir. Annað óvissuatriði sé hvað raunverulega sé verið að segja í frumvarpinu um nýja skatta. Nýr orku- og auðlindaskattur á að skila þjóðarbúinu sextán milljörðum króna á ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2010. Það hefur verið nokkuð á reiki hvernig útfærsla skatttekjunnar verður og segir Einar að allir sem að orkufrekum iðnaði koma viti ekkert hvernig rekstrarumhverfi næstu ára verði. Það liggur fyrir að um mikla hagsmuni er að tefla. Fjárfesting fyrirtækisins, ef til kæmi, væri einn milljarður Bandaríkjadala, eða 123 milljarðar íslenskra króna. Á uppbyggingartíma verði allt að þúsund manns við störf og 350 manns fái varanlega vinnu við framleiðslulínuna þegar verksmiðjan tekur til starfa árið 2012 eða 2013. Þá eru ekki talin með afleidd störf. „Þegar þau eru talin gæti verið um að ræða þúsund varanleg störf hér á svæðinu“, segir Einar. „Vandinn er sá að við erum ekki bara að tala um skatt á orkuna heldur líka á kolefnislosun sem vegur þungt hjá okkur. Mér sýnist að miðað við nýjustu tölur þá þýði þetta vel á annan milljarð króna í aukinn kostnað fyrir verksmiðjuna“, segir Einar. Elkem Ísland, sem rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, hefur að undanförnu fjárfest fyrir átta milljarða króna í endurnýjun verksmiðjunnar. Einar segir það liggja fyrir að ekki hefði verið ráðist í þá fjárfestingu ef skattlagningaráform ríkisstjórnarinnar hefðu legið fyrr fyrir. „Mér finnst líklegra að dregið hefði verið úr starfseminni með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks“, segir Einar. Í verksmiðjunni starfa á þriðja hundrað starfsmenn. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira