Sjálfstæðisflokkurinn: Stefnan brást ekki - heldur fólkið 1. mars 2009 12:56 Valhöll, höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Í drögunum kemur einnig fram að stærstu mistök Seðlabankans hafi verið að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu, fyrst og fremst Icesave. „Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Hvað sem lagatúlkun á formlegum skuldbindingum landsins leið mátti bankanum vera ljóst að innan EES var reiknað með að innlán væru tryggð og að viðbrögð yrðu hörð ef undan því væri vikist. Greiðslur bankanna til tryggingarsjóðs innstæðna voru of lágar þegar tekið er tillit til áhættu og útþenslu bankana. Hin öra aukning innlána þeirra sem fengin voru utan Íslands hefðu að réttu lagi átt að kalla á stóraukin framlög til sjóðsins," segir í drögunum. Þar kemur einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt beita sér fyrir meira gagnsæi í viðskiptum almennt og eflingu siðvits. Þegar vikið er að hugsanlegum mistökum sem flokkurinn hefur gert eru tvö atriði tiltekin. Annarsvegar er það inngangan í EES og síðan stuðningsyfirlýsing Íslands við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Bæði stuðningsyfirlýsingin og ákvarðanatökuferlið. „Ekkert þeirra mistaka sem hér hefur verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk. Hrun íslensks efnahagskerfis orsakast af mörgum samverkandi þáttum, þ.m.t. rekstri eigenda og stjórnenda bankanna (sem settu þá í þrot), bankakreppunni og lausafjárþurrðar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn getur einvörðungu borið ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra aðgerðum eða aðgerðaleysi þeirra, en ekki bankamönnum eða stöðu alþjóðasamfélagsins hverju sinni. Það er á tímum sem þessum sem hvað mest þörf er á að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins - að dregnum lærdómi af framansögðu," segir í niðurlagi. Drög að skýrslunni má sjá hér. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira
Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér drög að skýrslu sem ber heitið, Hvað átti Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur?. Þar kemur meðal annars fram að stjórnvöld og Seðlabankinn hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins, nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna. Í drögunum kemur einnig fram að stærstu mistök Seðlabankans hafi verið að samþykkja fyrir sitt leyti innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu, fyrst og fremst Icesave. „Hér hefði SÍ átt að grípa inn í strax (innlánssöfnunin erlendis hófst 2006) með því að leyfa ekki íslenskum útibúum bankanna erlendis að taka við innlánum sem féllu undir íslenskar innstæðutryggingar. Hvað sem lagatúlkun á formlegum skuldbindingum landsins leið mátti bankanum vera ljóst að innan EES var reiknað með að innlán væru tryggð og að viðbrögð yrðu hörð ef undan því væri vikist. Greiðslur bankanna til tryggingarsjóðs innstæðna voru of lágar þegar tekið er tillit til áhættu og útþenslu bankana. Hin öra aukning innlána þeirra sem fengin voru utan Íslands hefðu að réttu lagi átt að kalla á stóraukin framlög til sjóðsins," segir í drögunum. Þar kemur einnig fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði mátt beita sér fyrir meira gagnsæi í viðskiptum almennt og eflingu siðvits. Þegar vikið er að hugsanlegum mistökum sem flokkurinn hefur gert eru tvö atriði tiltekin. Annarsvegar er það inngangan í EES og síðan stuðningsyfirlýsing Íslands við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Bæði stuðningsyfirlýsingin og ákvarðanatökuferlið. „Ekkert þeirra mistaka sem hér hefur verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk. Hrun íslensks efnahagskerfis orsakast af mörgum samverkandi þáttum, þ.m.t. rekstri eigenda og stjórnenda bankanna (sem settu þá í þrot), bankakreppunni og lausafjárþurrðar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn getur einvörðungu borið ábyrgð á fulltrúum sínum og þeirra aðgerðum eða aðgerðaleysi þeirra, en ekki bankamönnum eða stöðu alþjóðasamfélagsins hverju sinni. Það er á tímum sem þessum sem hvað mest þörf er á að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins - að dregnum lærdómi af framansögðu," segir í niðurlagi. Drög að skýrslunni má sjá hér.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Sjá meira