Erlent

Obama efnir kosningaloforð varðandi Kúbu

Obama.
Obama.
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hyggst efna eitt af kosningaloforðum sínum og afnema höft á fjármagnsflutningi og ferðaleyfi fjölskyldna til Kúbu. Hann mun þó ekki afnema  47 ára gamalt viðskiptabann Bandaríkjmanna. Frá þessu er greint í Wall Street Journal.

Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á Kúbu árið 1962 og hert var á því á því frekar en hitt í forsetatíð Georges W. Bush.

Fram kvemur í frétt Wall Street Journal að ríkisstjórn Obama hefur ekki hug á að teygja sig lengra og hefja diplómatískar viðræður við ráðamenn í Havana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×