Enski boltinn

Knattspyrnusambandið féflettir stuðningsmennina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson lætur enska knattspyrnusambandið hafa það óþvegið.
Ferguson lætur enska knattspyrnusambandið hafa það óþvegið. Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er mjög ósáttur við enska knattspyrnusambandið og segir sambandið vera að féfletta stuðningsmenn liðanna sem eru eftir í enska bikarnum.

Undanúrslitaleikir bikarkeppninnar fara báðir fram á Wembley og það líkar Ferguson afar illa.

„Gildi bikarkeppninnar minnkar með því að spila undanúrslitin líka á Wembley. Þessi ákvörðun sambandsins eykur þess utan allan kostnað fyrir stuðningsmennina. Miðarnir verða klárlega mun dýrari en ef þessi leikur yrði spilaður á Villa Park," sagði Fergie ósáttur og krefst þess að knattspyrnusambandið breyti þessu strax á næstu leiktíð.

 

Hann krefst þess einnig að knattspyrnusambandið lækki miðaverðið strax í samræmi við verð á leiki í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×